Öskrið í skóginum Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. ágúst 2019 08:00 Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun