Rjóminn frá Norðurlöndum Edda Karítas Baldursdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Hvítur, hvítur dagur er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13