Opinn fyrir því að vera næsti Bachelorinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 17:10 Derek þykir hafa staðið sig vel í afar erfiðum aðstæðum. Aðdáendur þáttanna eru margir spenntir fyrir hugmyndinni um Derek sem næsta Bachelor. Vísir/getty Derek Peth er opinn fyrir hugmyndinni um að verða í aðalhlutverkinu í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum The Bachelor sem sýndir eru á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Þetta herma heimildir Entertainment Tonight. Upphaflega var Derek þátttakandi í 12. þáttaröðinni af The Bachelorette þar sem hann ásamt öðrum karlmönnum kepptu um hylli Joelle Fletcher. Í sumar var hann síðan fengin til að taka þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise en tökur fóru fram fyrr í sumar í Mexíkó. Þættirnir veita fyrrverandi þátttakendum The Bachelor og The Bachelor annað tækifæri til að finna ástina.Derek varð strax yfir sig hrifinn af Demi Burnett, sem var í þáttaröð Coltons Underwood. Hrifningin virtist gagnkvæm en þegar líða tók á þættina kom í ljós að Demi hafði átt í ástarsambandi með konu að nafni Kristian Haggerty. Demi var heiðarleg strax í byrjun og greindi Derek frá sambandinu en það reyndist Demi erfitt að jafna sig á sambandsslitunum og hún stóð sig að því að hugsa öllum stundum um Kristian. Sjá nánar: Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Stjórnendur þáttanna brugðu á það ráð að bjóða Kristian að koma í þættina, sem hún þáði, en þegar Demi hitti Kristian í þáttunum varð henni það ljóst að hún væri ástfangin af henni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðdáendur þáttanna fá að fylgjast með hinsegin ástarsögu og þykir mörgum aukinn fjölbreytileiki hafa verið löngu tímabær.Derek og Demi þegar allt lék í lyndi.Vísir/gettyDemi sleit sambandinu við Derek sem, þrátt fyrir að sýna henni mikinn skilning, var miður sín og í ástarsorg. Áhorfendum þáttanna hefur þótt mikið til Dereks koma og hefur hann vaxið í áliti því hann þótti standa sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að vera í ástarsorg var hann hugulsamur gagnvart Demi og heilsaði jafnvel upp á Kristian. Heimildir ET herma að Derek sé nú í góðu jafnvægi, hafi lært helling á veru sinni í Mexíkó og sé opinn fyrir því að verða næsti Bachelorinn. Valið stendur nú á milli Mike Johnson, sem yrði fyrsti þeldökki Bachelorinn, og Peters Weber sem er flugmaður. Eftir að Derek þótti standa sig eins vel og raun bar vitni er einnig möguleiki á því að hann verði valinn. Sömu heimildir fjölmiðilsins ET herma að búið sé að útiloka hinn snoppufríði Tyler Cameron, sem var í öðru sæti í The Bachelorette, vegna þess að hann hefur undanfarið verið að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid. View this post on Instagram The one thing missing to complete a perfect weekend A post shared by KRISTIAN HAGGERTY (@kristianhaggerty) on Apr 13, 2019 at 10:20am PDT Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48 Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45 Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Derek Peth er opinn fyrir hugmyndinni um að verða í aðalhlutverkinu í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum The Bachelor sem sýndir eru á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Þetta herma heimildir Entertainment Tonight. Upphaflega var Derek þátttakandi í 12. þáttaröðinni af The Bachelorette þar sem hann ásamt öðrum karlmönnum kepptu um hylli Joelle Fletcher. Í sumar var hann síðan fengin til að taka þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise en tökur fóru fram fyrr í sumar í Mexíkó. Þættirnir veita fyrrverandi þátttakendum The Bachelor og The Bachelor annað tækifæri til að finna ástina.Derek varð strax yfir sig hrifinn af Demi Burnett, sem var í þáttaröð Coltons Underwood. Hrifningin virtist gagnkvæm en þegar líða tók á þættina kom í ljós að Demi hafði átt í ástarsambandi með konu að nafni Kristian Haggerty. Demi var heiðarleg strax í byrjun og greindi Derek frá sambandinu en það reyndist Demi erfitt að jafna sig á sambandsslitunum og hún stóð sig að því að hugsa öllum stundum um Kristian. Sjá nánar: Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Stjórnendur þáttanna brugðu á það ráð að bjóða Kristian að koma í þættina, sem hún þáði, en þegar Demi hitti Kristian í þáttunum varð henni það ljóst að hún væri ástfangin af henni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðdáendur þáttanna fá að fylgjast með hinsegin ástarsögu og þykir mörgum aukinn fjölbreytileiki hafa verið löngu tímabær.Derek og Demi þegar allt lék í lyndi.Vísir/gettyDemi sleit sambandinu við Derek sem, þrátt fyrir að sýna henni mikinn skilning, var miður sín og í ástarsorg. Áhorfendum þáttanna hefur þótt mikið til Dereks koma og hefur hann vaxið í áliti því hann þótti standa sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að vera í ástarsorg var hann hugulsamur gagnvart Demi og heilsaði jafnvel upp á Kristian. Heimildir ET herma að Derek sé nú í góðu jafnvægi, hafi lært helling á veru sinni í Mexíkó og sé opinn fyrir því að verða næsti Bachelorinn. Valið stendur nú á milli Mike Johnson, sem yrði fyrsti þeldökki Bachelorinn, og Peters Weber sem er flugmaður. Eftir að Derek þótti standa sig eins vel og raun bar vitni er einnig möguleiki á því að hann verði valinn. Sömu heimildir fjölmiðilsins ET herma að búið sé að útiloka hinn snoppufríði Tyler Cameron, sem var í öðru sæti í The Bachelorette, vegna þess að hann hefur undanfarið verið að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid. View this post on Instagram The one thing missing to complete a perfect weekend A post shared by KRISTIAN HAGGERTY (@kristianhaggerty) on Apr 13, 2019 at 10:20am PDT
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48 Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45 Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48
Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45