Föstudagsplaylisti Bjarna Ben í Hausum Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 23. ágúst 2019 14:30 Bjarni Ben er einn helsti drum & bass spekingur landsins. aðsend Hausar eru eitt af fáum vígjum drum & bass tónlistar hér á landi, og vafalítið það öflugasta.Hópurinn samanstendur af Bjarna Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Bjarni Ben tók það að sér að setja saman föstudagslagalista þessa vikuna og eins og við er að búast er drum & bass í fyrirrúmi. Hausar spila þó einnig ýmsar undirstefnur tónlistarstefnunnar á borð við jungle og halftime, en hin síðarnefnda er náskyld hip hop tónlist. Hópurinn er nýkominn heim frá stærstu drum & bass tónlistarhátíð í heimi, en hún ber nafnið Let It Roll og er haldin í Tékklandi. Þar spiluðu Hausar bæði á hátíðinni sjálfri sem og í eftirpartýi hátíðarinnar á Storm Club í Prag. Hausar hafa haldið úti útvarpsþáttum frá 2013, verið virkir í klúbbasenunni hérlendis, og fengið ýmis stór nöfn innan tónlistarstefnunnar til að spila hér á landi. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar heldur hópurinn fastakvöld á Bravó. „Listinn er fyrst og fremst lög sem við höfum spilað mikið undanfarið í bland við nokkur klassísk lög,“ segir Bjarni um lagavalið og vekur athygli á því að síðasta lag listans, Afterglow með Wilkinson, hafi nýlega verið valið besta drum & bass lag allra tíma af gestum áðurnefndrar Let It Roll hátíðar. Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hausar eru eitt af fáum vígjum drum & bass tónlistar hér á landi, og vafalítið það öflugasta.Hópurinn samanstendur af Bjarna Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Bjarni Ben tók það að sér að setja saman föstudagslagalista þessa vikuna og eins og við er að búast er drum & bass í fyrirrúmi. Hausar spila þó einnig ýmsar undirstefnur tónlistarstefnunnar á borð við jungle og halftime, en hin síðarnefnda er náskyld hip hop tónlist. Hópurinn er nýkominn heim frá stærstu drum & bass tónlistarhátíð í heimi, en hún ber nafnið Let It Roll og er haldin í Tékklandi. Þar spiluðu Hausar bæði á hátíðinni sjálfri sem og í eftirpartýi hátíðarinnar á Storm Club í Prag. Hausar hafa haldið úti útvarpsþáttum frá 2013, verið virkir í klúbbasenunni hérlendis, og fengið ýmis stór nöfn innan tónlistarstefnunnar til að spila hér á landi. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar heldur hópurinn fastakvöld á Bravó. „Listinn er fyrst og fremst lög sem við höfum spilað mikið undanfarið í bland við nokkur klassísk lög,“ segir Bjarni um lagavalið og vekur athygli á því að síðasta lag listans, Afterglow með Wilkinson, hafi nýlega verið valið besta drum & bass lag allra tíma af gestum áðurnefndrar Let It Roll hátíðar.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira