Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. ágúst 2019 20:14 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa báðir hótað Brasilíumönnum að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði eldarnir í Amasón ekki slökktir. getty/Mustafa Yalcin Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá. Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. Skógareldar í Amason skóginum kvikna árlega og eru oftar en ekki af mannavöldum. Bændur á svæðinu nota eld til að grisja fyrir ræktarlandi undir nautgriparækt. Ástandið er sérlega slæmt í Amasonas héraði. Þar er fjöldi skógarelda langt yfir meðallagi miðað við upplýsingar síðustu fimmtán ára. Árvissir eldar ganga á Amason skóginn og hraða smækkun hans umtalsvert.Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segir það varða alþjóðasamfélagið. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum eldum, bæði vegna tjónsins sem á sér stað núna og einnig sökum þess að viðhald skóganna gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Allir skógar eru mikilvægir fyrir framtíð og viðgang jarðarinnar. Alþjóðasamfélagið er meðvitað um mikilvægi skóganna,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er sögð ýta undir útbreiðslu eldanna en hann hefur hvatt bændur til að ryðja burt skóglendi.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet’s oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazonpic.twitter.com/dogOJj9big — Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) August 22, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafa hótað því að staðfesta ekki fríverslunarsamning Evrópusambandsins við Mercosur ríkin, það er Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Argentínu, ef að Brasilísk stjórnvöld grípa ekki í taumana. G7 fundur stærstu iðnríkja heims hefst á morgun í Biarritz í Frakklandi. Þar er reiknað með að Macron, Frakklandsforseti muni, setja málefni Amason frumskógarins á dagskrá.
Brasilía Evrópusambandið Frakkland Írland Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15
Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Vill að það verði forgansmál á G7-leiðtogafundinum. 22. ágúst 2019 23:15