Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. ágúst 2019 21:22 Matarsóun þúsund heimila verður rannsökuð í viku og verða niðurstöður nýttar í að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Stöð 2 Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar. Umhverfismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar.
Umhverfismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent