Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2019 20:06 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í síðustu viku. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall. Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall.
Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00