Fær 1,8 milljónir fyrir hvern dag sem hann heldur sæti sínu í Lakers-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 12:00 Dwight Howard lék síðast með Lakers í úrslitakeppninni 2013. Það er einnig í síðasta skiptið sem Los Angeles Lakers liðið var í úrslitakeppni NBA. Getty/ Ronald Martinez Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019 NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019
NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira