Fær 1,8 milljónir fyrir hvern dag sem hann heldur sæti sínu í Lakers-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 12:00 Dwight Howard lék síðast með Lakers í úrslitakeppninni 2013. Það er einnig í síðasta skiptið sem Los Angeles Lakers liðið var í úrslitakeppni NBA. Getty/ Ronald Martinez Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019 NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019
NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira