Rekstur Símans stöðugur en hagnaður minnkar lítillega Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 19:00 Tekjur félagsins lækkuðu einnig lítillega milli ára Vísir/Hanna Tekjur Símans á öðrum ársfjórðungi 2019 lækkuðu um 0,5% samanborið við sama tímabil í fyrra og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 9,1%. Hagnaður félagsins lækkaði úr 853 í 798 milljónir króna milli ára. Þetta er meðal helstu niðurstaða úr nýjasta árshlutareikningi Símans en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni frá félaginu fyrr í dag. Tekjur á öðrum ársfjórðungi félagsins árið 2019 námu 7.115 milljónum króna samanborið við 7.153 milljónir króna á sama tímabili 2018 og lækkuðu því eins og fyrr segir um 0,5% milli tímabila. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.602 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 samanborið við 2.386 milljónir króna á sama tímabili 2018 og hækkar því um 216 milljónir króna eða 9,1% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 36,6% fyrir annan ársfjórðung 2019 en var 33,4% á sama tímabili 2018. Að teknu tilliti til breytinga vegna IFRS 16 reikningsskilastaðalsins þá nam EBITDA á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.581 milljónum króna og EBITDA hlutfall var 36,1%. Hagnaður á ársfjórðungnum nam 798 milljónum króna samanborið við 853 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var eiginfjárhlutfall Símans hf. 56,3% í lok ársfjórðungsins 2019 og eigið fé 36,3 milljarðar króna. Þess má geta að samanburðarfjárhæðir á öðrum ársfjórðungi 2018 hafa verið uppfærðar í samræmi við breytta meðhöndlun á sýningarrétti sjónvarpsefnis. „Við erum sátt við uppgjörið og þann stöðuga og fyrirsjáanlega rekstur sem þar gefur að líta. EBITDA eykst miðað við sama fjórðung í fyrra auk þess sem myndarleg aukning er í EBITDA frá fyrsta fjórðungi þessa árs, en sá fjórðungur var undir væntingum af ýmsum sökum. Launahækkanir kjarasamninganna komu til framkvæmda við upphaf annars ársfjórðungs og því er mikilvægt að launakostnaður samstæðunnar er lægri á þessum fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Áframhaldandi aðgerðir til að draga úr kostnaði, eins og þær sem var ráðist í við upphaf þessa árs, eru lykilþáttur í að ná fram slíkum sparnaði,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans í tilkynningu til kauphallarinnar. Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00 Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30 Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Tekjur Símans á öðrum ársfjórðungi 2019 lækkuðu um 0,5% samanborið við sama tímabil í fyrra og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 9,1%. Hagnaður félagsins lækkaði úr 853 í 798 milljónir króna milli ára. Þetta er meðal helstu niðurstaða úr nýjasta árshlutareikningi Símans en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni frá félaginu fyrr í dag. Tekjur á öðrum ársfjórðungi félagsins árið 2019 námu 7.115 milljónum króna samanborið við 7.153 milljónir króna á sama tímabili 2018 og lækkuðu því eins og fyrr segir um 0,5% milli tímabila. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.602 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 samanborið við 2.386 milljónir króna á sama tímabili 2018 og hækkar því um 216 milljónir króna eða 9,1% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 36,6% fyrir annan ársfjórðung 2019 en var 33,4% á sama tímabili 2018. Að teknu tilliti til breytinga vegna IFRS 16 reikningsskilastaðalsins þá nam EBITDA á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.581 milljónum króna og EBITDA hlutfall var 36,1%. Hagnaður á ársfjórðungnum nam 798 milljónum króna samanborið við 853 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var eiginfjárhlutfall Símans hf. 56,3% í lok ársfjórðungsins 2019 og eigið fé 36,3 milljarðar króna. Þess má geta að samanburðarfjárhæðir á öðrum ársfjórðungi 2018 hafa verið uppfærðar í samræmi við breytta meðhöndlun á sýningarrétti sjónvarpsefnis. „Við erum sátt við uppgjörið og þann stöðuga og fyrirsjáanlega rekstur sem þar gefur að líta. EBITDA eykst miðað við sama fjórðung í fyrra auk þess sem myndarleg aukning er í EBITDA frá fyrsta fjórðungi þessa árs, en sá fjórðungur var undir væntingum af ýmsum sökum. Launahækkanir kjarasamninganna komu til framkvæmda við upphaf annars ársfjórðungs og því er mikilvægt að launakostnaður samstæðunnar er lægri á þessum fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Áframhaldandi aðgerðir til að draga úr kostnaði, eins og þær sem var ráðist í við upphaf þessa árs, eru lykilþáttur í að ná fram slíkum sparnaði,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans í tilkynningu til kauphallarinnar.
Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00 Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30 Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00
Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30
Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45