Ekki nóg að umbera hinsegin starfsfólk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. ágúst 2019 09:30 Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar. Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar, verður aðalræðumaður á viðburði Hinsegin daga í Þjóðminjasafninu. Hann segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera vinnustaðinn aðlaðandi fyrir hinsegin fólk. Richard er fimmtugur að aldri og starfaði lengi í tæknigeiranum í Silíkondalnum. Á síðasta ári færði hann sig um set til Nasdaq í New York ásamt eiginmanni sínum. Hann er nú varaforseti mannauðsmála og að eigin sögn sér hann um allt sem lýtur að jákvæðum og upplífgandi þáttum vinnustaðarins. „Stór hluti af mínum störfum snýst um að öllum starfsmönnum finnist þeir vera samþykktir og velkomnir á vinnustaðnum. Um þetta mun ég ræða á Hinsegin dögum í Reykjavík,“ segir Richard. Richard hefur séð miklar breytingar á undanförnum árum hvað varðar meðvitund fyrirtækja um líðan hinsegin starfsmanna. Lengi vel voru mörg fyrirtæki með þá stefnu að umbera samkynhneigða og aðra minnihlutahópa, án þess að gera nokkuð meira. Hann segir það alls ekki vera nóg. „Fyrirtæki eru að átta sig á því að þetta skiptir máli, bæði gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum. Ef fyrirtæki vill vera talið framsækið þarf það að bjóða alla velkomna. Starfsfólk er eins og neytendur og hefur valkosti um vinnustað. Þetta þekki ég vel í mannauðsdeildinni því við erum alltaf í samkeppni um starfsfólk,“ segir hann. Aðspurður segist Richard merkja nokkurn mun á fyrirtækjum eftir því hvaða geira þau starfa í. „Mér skilst að íhaldssemi sé meira ríkjandi í sumum fyrirtækjum, til dæmis í olíu, gasi og varnarmálum. Framsæknin er meiri í tæknigeiranum, fjármálaheiminum og fjölmiðlum.“ Á fundinum á morgun verður kynnt könnun sem Hinsegin dagar gerðu í sumar. Um er að ræða netkönnun sem 355 manns tóku þátt í. Þrátt fyrir að vera óvísindaleg þá segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, að niðurstöðurnar gefa vísbendingar um upplifun hinsegin fólks á Íslandi.Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga.„Við teljum könnunina gefa ákveðna vísbendingu um stöðuna og vonandi ákveðinn hvata til að málin verði rædd og rannsökuð frekar,“ segir Gunnlaugur Bragi. Fram kemur í niðurstöðunum að 5 prósent reyna að leyna hinseginleika sínum á vinnustað sínum og 9 prósent segja að það hafi aldrei komið til tals. 12 prósent segja að aðeins nokkrir nánir samstarfsaðilar viti af því. Þrír af hverjum fjórum segja alla eða nánast alla samstarfsmenn sína vita af því. Rúmur þriðjungur hefur upplifað nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki eða stjórnendum, um er að ræða spurningar tengdar kynlífi, kynfærum eða hjúskaparstöðu. 39 prósent hafa heyrt óviðeigandi sögur, brandara eða yfirlýsingar frá samstarfsfólki sem lýsa fordómum í garð hinsegin fólks. Þá kannast 32 prósent við að hafa fengið athugasemdir frá samstarfsfólki um hvað þau séu venjuleg þrátt fyrir að vera hinsegin. Richard segir margt sem fyrirtæki geti gert til að bæta þessi mál, stór og smá, og þau kosti ekki alltaf mikla peninga. „Hjá Nasdaq hefur stjórnar formaðurinn stigið fram og talað fyrir þessum málstað. Við höfum aðstoðað starfsfólk við að tilkynna öðrum að það sé hinsegin. Þá höfum við einnig komið upp tengsla neti fyrir ýmsa hópa, til dæmis hins egin fólk. En þar er ekki aðeins hinsegin starfsfólk, heldur einnig bandamenn þeirra.“ Yfirskrift fyrirlestursins er einmitt „Mikilvægi bandamanna“ (The Importance of Allies). Bandamenn eru samkvæmt Richard þeir sem ekki tilheyra ákveðnum minnihlutahópi en eru samt tilbúnir til þess að tala fyrir réttindum hans. „Ég tók nýlega þátt í gleðigöngunni í Amsterdam þar sem um milljón manns var samankomin. Flest eru ekki hinsegin fólk en þau eru bandamenn sem gera minnihlutahópum kleift að ná árangri í baráttunni,“ segir Richard. Varðandi það hvernig eigi að leiða breytingar af þessu tagi í gegn segir Richard skipanir að ofan ekki réttu leiðina. Betra sé að sannfæra fólk með mýkt, staðfestu og rökum. „Við sýnum fólki að þetta virkar, hefur góð áhrif á viðskiptin og samfélagið í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar, verður aðalræðumaður á viðburði Hinsegin daga í Þjóðminjasafninu. Hann segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera vinnustaðinn aðlaðandi fyrir hinsegin fólk. Richard er fimmtugur að aldri og starfaði lengi í tæknigeiranum í Silíkondalnum. Á síðasta ári færði hann sig um set til Nasdaq í New York ásamt eiginmanni sínum. Hann er nú varaforseti mannauðsmála og að eigin sögn sér hann um allt sem lýtur að jákvæðum og upplífgandi þáttum vinnustaðarins. „Stór hluti af mínum störfum snýst um að öllum starfsmönnum finnist þeir vera samþykktir og velkomnir á vinnustaðnum. Um þetta mun ég ræða á Hinsegin dögum í Reykjavík,“ segir Richard. Richard hefur séð miklar breytingar á undanförnum árum hvað varðar meðvitund fyrirtækja um líðan hinsegin starfsmanna. Lengi vel voru mörg fyrirtæki með þá stefnu að umbera samkynhneigða og aðra minnihlutahópa, án þess að gera nokkuð meira. Hann segir það alls ekki vera nóg. „Fyrirtæki eru að átta sig á því að þetta skiptir máli, bæði gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum. Ef fyrirtæki vill vera talið framsækið þarf það að bjóða alla velkomna. Starfsfólk er eins og neytendur og hefur valkosti um vinnustað. Þetta þekki ég vel í mannauðsdeildinni því við erum alltaf í samkeppni um starfsfólk,“ segir hann. Aðspurður segist Richard merkja nokkurn mun á fyrirtækjum eftir því hvaða geira þau starfa í. „Mér skilst að íhaldssemi sé meira ríkjandi í sumum fyrirtækjum, til dæmis í olíu, gasi og varnarmálum. Framsæknin er meiri í tæknigeiranum, fjármálaheiminum og fjölmiðlum.“ Á fundinum á morgun verður kynnt könnun sem Hinsegin dagar gerðu í sumar. Um er að ræða netkönnun sem 355 manns tóku þátt í. Þrátt fyrir að vera óvísindaleg þá segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, að niðurstöðurnar gefa vísbendingar um upplifun hinsegin fólks á Íslandi.Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga.„Við teljum könnunina gefa ákveðna vísbendingu um stöðuna og vonandi ákveðinn hvata til að málin verði rædd og rannsökuð frekar,“ segir Gunnlaugur Bragi. Fram kemur í niðurstöðunum að 5 prósent reyna að leyna hinseginleika sínum á vinnustað sínum og 9 prósent segja að það hafi aldrei komið til tals. 12 prósent segja að aðeins nokkrir nánir samstarfsaðilar viti af því. Þrír af hverjum fjórum segja alla eða nánast alla samstarfsmenn sína vita af því. Rúmur þriðjungur hefur upplifað nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki eða stjórnendum, um er að ræða spurningar tengdar kynlífi, kynfærum eða hjúskaparstöðu. 39 prósent hafa heyrt óviðeigandi sögur, brandara eða yfirlýsingar frá samstarfsfólki sem lýsa fordómum í garð hinsegin fólks. Þá kannast 32 prósent við að hafa fengið athugasemdir frá samstarfsfólki um hvað þau séu venjuleg þrátt fyrir að vera hinsegin. Richard segir margt sem fyrirtæki geti gert til að bæta þessi mál, stór og smá, og þau kosti ekki alltaf mikla peninga. „Hjá Nasdaq hefur stjórnar formaðurinn stigið fram og talað fyrir þessum málstað. Við höfum aðstoðað starfsfólk við að tilkynna öðrum að það sé hinsegin. Þá höfum við einnig komið upp tengsla neti fyrir ýmsa hópa, til dæmis hins egin fólk. En þar er ekki aðeins hinsegin starfsfólk, heldur einnig bandamenn þeirra.“ Yfirskrift fyrirlestursins er einmitt „Mikilvægi bandamanna“ (The Importance of Allies). Bandamenn eru samkvæmt Richard þeir sem ekki tilheyra ákveðnum minnihlutahópi en eru samt tilbúnir til þess að tala fyrir réttindum hans. „Ég tók nýlega þátt í gleðigöngunni í Amsterdam þar sem um milljón manns var samankomin. Flest eru ekki hinsegin fólk en þau eru bandamenn sem gera minnihlutahópum kleift að ná árangri í baráttunni,“ segir Richard. Varðandi það hvernig eigi að leiða breytingar af þessu tagi í gegn segir Richard skipanir að ofan ekki réttu leiðina. Betra sé að sannfæra fólk með mýkt, staðfestu og rökum. „Við sýnum fólki að þetta virkar, hefur góð áhrif á viðskiptin og samfélagið í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira