Konurnar slógust í WNBA-deildinni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 12:00 Brittney Griner missti algjörlega stjórn á skapi sínu. Getty/Christian Petersen Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77. NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77.
NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira