Priyanka Chopra kölluð hræsnari af ráðstefnugesti Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2019 11:08 Chopra sat fyrir svörum á Beautycon-ráðstefnunni um helgina. Vísir/Getty Leikkonan Priyanka Chopra var á meðal gesta á Beautycon-ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles nú um helgina. Ráðstefnan tók þó óvænta stefnu þegar kom að því að opna fyrir spurningar úr sal og einn ráðstefnugestur beindi sjónum sínum að deilu Pakistan og Indlands. „Það var svolítið erfitt að hlusta á þig tala um manngæsku því sem nágranni þinn, Pakistani, þá veit ég að þú ert svolítill hræsnari,“ sagði Ayesha Malik sem var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún benti á tíst sem Chopra birti á Twitter-aðgangi sínum í febrúar síðastliðnum þar sem hún skrifaði „Jai Hind“ sem má þýða sem „Sigur fyrir Indland“ og bætti við myllumerki um her landsins.Jai Hind #IndianArmedForces — PRIYANKA (@priyankachopra) February 26, 2019 „Þú ert friðarsendiherra fyrir UNICEF og þú ert að hvetja til kjarnorkustríðs gegn Pakistan. Það er enginn sigurvegari í þessu,“ sagði Malik sem sagði marga íbúa landsins hafa stutt Chopra á leiklistarferli sínum í Bollywood. Þegar Malik hafði klárað setninguna gripu starfsmenn hljóðnemann af henni. Chopra greip hljóðnema og sagðist getað svarað þegar Malik væri búin að „pústa“. Hún baðst afsökunar á því að hafa sært tilfinningar fólks sem hafi stutt við bakið á henni en hún elskaði þjóð sína og það þyrfti að feta milliveginn í þessum málum. „Ég á marga vini frá Pakistand og ég er frá Indlandi. Stríð er ekki eitthvað sem ég er hrifin af, en ég er föðurlandsvinur, svo mér þykir það leitt ef særði tilfinningar fólks sem elska mig og hafa elskað mig, en ég held að við getum öll fundið einhverskonar milliveg sem við verðum að feta, alveg eins og þú gerir örugglega sjálf,“ sagði Chopra í svari sínu. „Hvernig þú réðst að mér núna, stelpa, ekki öskra. Við erum öll hér fyrir ást. Ekki öskra. Ekki gera þig að fífli,“ sagði hún áður en hún þakkaði fyrir spurningu Malik.Priyanka Chopra gets an audience question calling her hypocritical — here’s her response. #beautyconpic.twitter.com/pS82qX1SQG — Lindsay Weinberg (@WeinbergLindsay) August 10, 2019 Malik hefur tjáð sig um málið á Twitter og gerði lítið úr svari Chopra. Hún sagði bæði Indland og Pakistan hafa verið í hættu á þeim tíma sem Chopra birti tístið og í stað þess að hvetja til friðar hafi hún hvatt til kjarnorkustríðs. Þá hafi svarið verið ófagmannlegt í ljósi starfa hennar í þágu mannréttindamála og hún hafi gert lítið úr sér.It took me back to when I couldn’t reach my family because of the blackouts and how scared/helpless I was. She gaslit me and turned the narrative around on me being the “bad guy” — as a UN ambassador this was so irresponsible. — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019Priyanka Chopra tweeted during a time when we were this close to sending nukes to one another. Instead of advocating for peace she tweeted in support of the Indian army pic.twitter.com/LhbMkOW59v — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019 Hollywood Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Leikkonan Priyanka Chopra var á meðal gesta á Beautycon-ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles nú um helgina. Ráðstefnan tók þó óvænta stefnu þegar kom að því að opna fyrir spurningar úr sal og einn ráðstefnugestur beindi sjónum sínum að deilu Pakistan og Indlands. „Það var svolítið erfitt að hlusta á þig tala um manngæsku því sem nágranni þinn, Pakistani, þá veit ég að þú ert svolítill hræsnari,“ sagði Ayesha Malik sem var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún benti á tíst sem Chopra birti á Twitter-aðgangi sínum í febrúar síðastliðnum þar sem hún skrifaði „Jai Hind“ sem má þýða sem „Sigur fyrir Indland“ og bætti við myllumerki um her landsins.Jai Hind #IndianArmedForces — PRIYANKA (@priyankachopra) February 26, 2019 „Þú ert friðarsendiherra fyrir UNICEF og þú ert að hvetja til kjarnorkustríðs gegn Pakistan. Það er enginn sigurvegari í þessu,“ sagði Malik sem sagði marga íbúa landsins hafa stutt Chopra á leiklistarferli sínum í Bollywood. Þegar Malik hafði klárað setninguna gripu starfsmenn hljóðnemann af henni. Chopra greip hljóðnema og sagðist getað svarað þegar Malik væri búin að „pústa“. Hún baðst afsökunar á því að hafa sært tilfinningar fólks sem hafi stutt við bakið á henni en hún elskaði þjóð sína og það þyrfti að feta milliveginn í þessum málum. „Ég á marga vini frá Pakistand og ég er frá Indlandi. Stríð er ekki eitthvað sem ég er hrifin af, en ég er föðurlandsvinur, svo mér þykir það leitt ef særði tilfinningar fólks sem elska mig og hafa elskað mig, en ég held að við getum öll fundið einhverskonar milliveg sem við verðum að feta, alveg eins og þú gerir örugglega sjálf,“ sagði Chopra í svari sínu. „Hvernig þú réðst að mér núna, stelpa, ekki öskra. Við erum öll hér fyrir ást. Ekki öskra. Ekki gera þig að fífli,“ sagði hún áður en hún þakkaði fyrir spurningu Malik.Priyanka Chopra gets an audience question calling her hypocritical — here’s her response. #beautyconpic.twitter.com/pS82qX1SQG — Lindsay Weinberg (@WeinbergLindsay) August 10, 2019 Malik hefur tjáð sig um málið á Twitter og gerði lítið úr svari Chopra. Hún sagði bæði Indland og Pakistan hafa verið í hættu á þeim tíma sem Chopra birti tístið og í stað þess að hvetja til friðar hafi hún hvatt til kjarnorkustríðs. Þá hafi svarið verið ófagmannlegt í ljósi starfa hennar í þágu mannréttindamála og hún hafi gert lítið úr sér.It took me back to when I couldn’t reach my family because of the blackouts and how scared/helpless I was. She gaslit me and turned the narrative around on me being the “bad guy” — as a UN ambassador this was so irresponsible. — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019Priyanka Chopra tweeted during a time when we were this close to sending nukes to one another. Instead of advocating for peace she tweeted in support of the Indian army pic.twitter.com/LhbMkOW59v — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019
Hollywood Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40