Mikið verk óunnið í uppgræðslu lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2019 18:45 Landfok sem fór yfir Árnessýslu í gær. Vísir/Stöð 2 Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni. Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni.
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira