Vonarstræti Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun