Fyrrum liðsfélagi segir að Lebron verði aftur sá besti í heimi á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 17:30 LeBron James. Getty/Ethan Miller Richard Jefferson býst við miklu af LeBron James á komandi tímabili í NBA körfuboltanum en James missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð í fyrsta sinn síðan árið 2005. Richard Jefferson spilaði með LeBron James með Cleveland Cavaliers frá 2015 til 2017 og þekkir því vel til kappans. LeBron James skilaði flottum tölum á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Lakers en hann missti af mörgum leikjum vegna nárameiðsla og á meðan fór Lakers-liðið út af sporinu. James hafði farið alla leið í lokaúrslitin frá 2011 til 2018 eða á átta tímabilinu í röð en nú fékk hann loksins alvöru sumarfrí. Ekki sumarfrí sem hann vildi en hafði kannski mjög gott af.Richard Jefferson think LeBron is set to bounce back in a big way next season.https://t.co/vOP0RQv0nO — Sporting News (@sportingnews) August 13, 2019„LeBron James verður aftur besti leikmaðurinn í körfubolta á næsta tímabili. Hann verður kannski ekki LeBron James frá 2008 en hann mun gera svo marga mismunandi hluti. Í held líka að hann geri sér vel grein fyrir því virðingarleysi sem honum hefur verið sýnt,“ sagði Richard Jefferson og hélt áfram: „Hann hefur fundið fyrir slíku allan sinn feril og á mismunandi stigum. Nú er það: Þú ert orðinn gamall og þú ert ekki lengur sá gæi. Ég held hins vegar að hann sé einbeittur á það að sýna það og sanna að körfuboltinn skipti hann meira máli en nokkuð annað. Eina leiðin til þess er að rústa eins mörgum mönnum og hann getur,“ sagði Richard Jefferson. Lakers ætti að vera með betra lið í ár en í fyrra eftir að liðið fékk til sín miðherjann Anthony Davis frá Pelicans í skiptum fyrir þá Lonzo Ball, Josh Hart og Brandon Ingram. Liðið hefur líka bætt við mönnum eins og þeim Avery Bradley, Danny Green, Quinn Cook og DeMarcus Cousins. Rajon Rondo, Kentavious Caldwell-Pope, JaVale McGee og Alex Caruso verða líka áfram. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Richard Jefferson býst við miklu af LeBron James á komandi tímabili í NBA körfuboltanum en James missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð í fyrsta sinn síðan árið 2005. Richard Jefferson spilaði með LeBron James með Cleveland Cavaliers frá 2015 til 2017 og þekkir því vel til kappans. LeBron James skilaði flottum tölum á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Lakers en hann missti af mörgum leikjum vegna nárameiðsla og á meðan fór Lakers-liðið út af sporinu. James hafði farið alla leið í lokaúrslitin frá 2011 til 2018 eða á átta tímabilinu í röð en nú fékk hann loksins alvöru sumarfrí. Ekki sumarfrí sem hann vildi en hafði kannski mjög gott af.Richard Jefferson think LeBron is set to bounce back in a big way next season.https://t.co/vOP0RQv0nO — Sporting News (@sportingnews) August 13, 2019„LeBron James verður aftur besti leikmaðurinn í körfubolta á næsta tímabili. Hann verður kannski ekki LeBron James frá 2008 en hann mun gera svo marga mismunandi hluti. Í held líka að hann geri sér vel grein fyrir því virðingarleysi sem honum hefur verið sýnt,“ sagði Richard Jefferson og hélt áfram: „Hann hefur fundið fyrir slíku allan sinn feril og á mismunandi stigum. Nú er það: Þú ert orðinn gamall og þú ert ekki lengur sá gæi. Ég held hins vegar að hann sé einbeittur á það að sýna það og sanna að körfuboltinn skipti hann meira máli en nokkuð annað. Eina leiðin til þess er að rústa eins mörgum mönnum og hann getur,“ sagði Richard Jefferson. Lakers ætti að vera með betra lið í ár en í fyrra eftir að liðið fékk til sín miðherjann Anthony Davis frá Pelicans í skiptum fyrir þá Lonzo Ball, Josh Hart og Brandon Ingram. Liðið hefur líka bætt við mönnum eins og þeim Avery Bradley, Danny Green, Quinn Cook og DeMarcus Cousins. Rajon Rondo, Kentavious Caldwell-Pope, JaVale McGee og Alex Caruso verða líka áfram.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira