Flugferðum áfram aflýst í Hong Kong vegna mótmælanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 10:05 Mótmælendur á flugvellinum í Hong Kong halda um augun. Margir þeirra hafa vakið athygli á atviki þar sem svo virðist sem að lögregla hafi skotið gúmmíkúlu í auga ungrar konu á mótmælum á sunnudag. Vísir/EPA Yfirvöld í Hong Kong hafa aflýst flugferðum til og frá borgarinnar vegna fjölmennra mótmæla, annan daginn í röð. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, biðlaði til mótmælenda um að steypa borginni ekki niður í „hyldýpi‟. Svartklæddir mótmælendur hafa andæft lögregluofbeldi og krafist lýðræðis á alþjóðaflugvellinum í dag. Washington Post segir að engu að síður hafi flugsamgöngur verið að komast aftur í fastar skorður eftir að ferðum var aflýst í gær þegar innritun fyrir brottfarir var frestað tímabundið. Þá höfðu mótmælendur komið upp vegartálmum með farangurskerrum og hindrað brottfararfarþega.Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Lam að Hong Kong væri komin í „hættulega stöðu‟. Ofbeldi á mótmælunum myndi ýta borginni niður „leið þaðan sem ekki er afturkvæmt‟. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttamenn hafi reiðst Lam þegar hún vék sér undan spurningum þeirra. Þeir hafi ítrekað hrópað og gripið fram í fyrir henni. Tíu vikur eru nú frá því að mótmælin í Hong Kong hófust. Upphaflega beindust þau að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum í hendur kínverskra yfirvalda. Mótmælin hafa haldið áfram þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu. Beinast þau nú fremur að því að tryggja frelsið sem Hong Kong hefur notið sem sérstök stjórnsýslueining innan Kína. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Yfirvöld í Hong Kong hafa aflýst flugferðum til og frá borgarinnar vegna fjölmennra mótmæla, annan daginn í röð. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, biðlaði til mótmælenda um að steypa borginni ekki niður í „hyldýpi‟. Svartklæddir mótmælendur hafa andæft lögregluofbeldi og krafist lýðræðis á alþjóðaflugvellinum í dag. Washington Post segir að engu að síður hafi flugsamgöngur verið að komast aftur í fastar skorður eftir að ferðum var aflýst í gær þegar innritun fyrir brottfarir var frestað tímabundið. Þá höfðu mótmælendur komið upp vegartálmum með farangurskerrum og hindrað brottfararfarþega.Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Lam að Hong Kong væri komin í „hættulega stöðu‟. Ofbeldi á mótmælunum myndi ýta borginni niður „leið þaðan sem ekki er afturkvæmt‟. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttamenn hafi reiðst Lam þegar hún vék sér undan spurningum þeirra. Þeir hafi ítrekað hrópað og gripið fram í fyrir henni. Tíu vikur eru nú frá því að mótmælin í Hong Kong hófust. Upphaflega beindust þau að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum í hendur kínverskra yfirvalda. Mótmælin hafa haldið áfram þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu. Beinast þau nú fremur að því að tryggja frelsið sem Hong Kong hefur notið sem sérstök stjórnsýslueining innan Kína.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42
Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37
Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42