Erfitt að fá stelpur til að dæma Benedikt Bóas skrifar 14. ágúst 2019 16:30 Stephanie Frappart gefur Hicham Benkaid gult spjald sem hann reyndar skilur ekkert í. NordicPhotos/Getty Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Sjá meira