Valli Reynis: Maðurinn sem þú hefur sungið um án þess að vita hver er Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 15:41 Gunnar Valgeir Reynisson, eða Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður. Facebook Það er um fátt annað sungið í dag en Selfyssinginn goðsagnakennda Valla Reynis, eða Gunnar Valgeir Reynisson. Um er að ræða lagið Valli Reynis sem tók Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með trompi og tröllreið brekkunni þegar Ingó Veðurguð flutti það á sunnudeginum í Herjólfsdal. Margir hafa á einhverjum tímapunkti raulað þetta grípandi lag síðustu daga en vita svo sem ekki um hvern þeir eru að syngja þegar þeir láta eftirfarandi línu út úr sér: „Valli Reynis, þú fokkar ekki í honum!“Hér má heyra Ingó flytja lagið í Brekkusöngnum en Ingó sagðist aldrei hafa fengið jafn mikla gæsahúð og þegar hann heyrði viðtökurnar.Texta lagsins eiga þeir Ingó Veðurguð, eða Ingólfur Þórarinsson, og bróðir hans Guðmundur Þórarinsson, eða Gumma Tóta, sem þeir fluttu á jólatónleikum á síðasta ári. Er upptaka af þeim flutningi aðgengileg á Spotify þar sem heyra má fimm hundruð manns kyrja viðlagið í kór í lok lagsins.Viðlag lagsins er fengið úr viðlagi lagsins Na Na Hey Hey Kiss Him Goodbye eftir hljómsveitina Steam sem kom út árið 1969.Ingó og bróðir hans sömdu síðan erindi í kringum viðlagið þar sem er meðal annars sungið um Valla Reynis sem fór aldrei inn í reitinn en smurði hann alltaf í skeytin. Fyrir viðlagið vinda bræðurnir sér í brú lagsins þar sem þeir syngja: „Og þegar Valli stígur inn á sviðið, þá öskrar allt liðið!“ Við tekur viðlagið þar sem sungið er ítrekað Valli Reynis! Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja; Hver er þess Valli Reynis? Vísir heyrði í Valla í dag en hann er staddur í fríi ásamt fjölskyldu sinni á Almeira á Spáni. Valli er fæddur árið 1971 á Selfossi og uppalinn þar. Þar býr hann ásamt konu sinni og börnum, er löggiltur pípulagningameistari og rekur sitt eigið pípulagningafyrirtæki. Ásamt því er hann lærður mjólkurfræðingur og með réttindi á stórar vinnuvélar.Vissi ekki hvað til stóð á jólatónleikunum Hann segist hafa fengið boð frá Ingó að mæta á jólatónleikana á Selfossi í fyrra og hafði hann ekki minnstu vitneskju um þetta lag áður en það var frumflutt á umræddum tónleikum. Var Valli kallaður upp á svið og segist hann hafa fengið mikla gæsahúð við að heyra salinn syngja viðlagið saman.Valli uppljóstrar hins vegar í samtali við Vísi að laglína viðlagsins hafi verið búin til á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1996 og því er búið að syngja það í rúm 23 ár. Hann spilaði knattspyrnu með föður Ingós og Gumma, Þórarni Ingólfssyni, á Selfossi en náði því miður ekki að spila með Ingó því hann braut bein í bakinu 32 ára og þurfti að taka sér pásu frá knattspyrnuiðkun. Þetta gerðist ári eftir að hann hafði verið valinn knattspyrnumaður Árborgar.31 árs gamall var Valli Reynis valinn knattspyrnumaður Árborgar en hann spilaði fótbolta lengi með föður bræðranna Ingós Veðurguðs og Gumma Tóta.FacebookKenndi Ingó sannarlega að klobba Í laginu syngur Ingó þó um að Valli hafi kennt honum að klobba, það er að setja fótbolta á milli fóta andstæðings, en Valli svarar því að Ingó hafi verið byrjaður að mæta á meistarflokksæfingar þegar Ingó var í öðrum eða þriðja flokki en þó ekki byrjaður að spila með meistaraflokksliðinu. En Valli kenndi honum sannarlega að klobba. „Þetta er svolítið skemmtilegt lag upp á það að gera,“ segir Valli í samtali við Vísi. Hann segir gaman til þess að hugsa hversu vinsælt þetta lag er orðið. Stjúpdóttir hans var á Þjóðhátíð í Eyjum og sagði Valla frá því að lagið hafi verið spilað í fjölda tjalda alla verslunarmannahelgina. Eiga vart orð þegar þau hitta Valla Reynis Úti á Spáni hefur hann hitt marga Íslendinga sem þekkja hann ekki en þekkja lagið mjög vel. Hann hitti til að mynda dreng frá Hornafirði sem spilar fótbolta og vissi ekki hvert hann ætlaði þegar hann komst að því að hann væri á Spáni með Valla Reynis og þekktu foreldrar drengsins einnig lagið. Er lagið spilað í búningsklefa karla og kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu og einnig spilað í hátalarakerfinu áður en liðið gengur inn á völlinn. Hefur Valli fengið skilaboð og snöpp frá fólki víðs vegar að þar sem verið er að syngja lagið. Hann hefur séð þriggja ára börn syngja það og fullorðið fólk áttræðis- og níræðisaldri.Fékk ekki far til Eyja Eins og áður segir var lagið eitt það vinsælasta á Þjóðhátíð í Eyjum en Valli segist hafa reynt að komast á hátíðina í ár en það hafi ekki gengið upp vegna þess að það var hreinlega uppselt í Herjólf þegar hann ætlaði sér að panta. „Það er skrýtið að það hafi ekki hreinlega verið reddað þyrlu fyrir manninn sem sungið er um í vinsælasta laginu,“ segir Valli og hlær við. Árborg Íslenski boltinn Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Það er um fátt annað sungið í dag en Selfyssinginn goðsagnakennda Valla Reynis, eða Gunnar Valgeir Reynisson. Um er að ræða lagið Valli Reynis sem tók Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með trompi og tröllreið brekkunni þegar Ingó Veðurguð flutti það á sunnudeginum í Herjólfsdal. Margir hafa á einhverjum tímapunkti raulað þetta grípandi lag síðustu daga en vita svo sem ekki um hvern þeir eru að syngja þegar þeir láta eftirfarandi línu út úr sér: „Valli Reynis, þú fokkar ekki í honum!“Hér má heyra Ingó flytja lagið í Brekkusöngnum en Ingó sagðist aldrei hafa fengið jafn mikla gæsahúð og þegar hann heyrði viðtökurnar.Texta lagsins eiga þeir Ingó Veðurguð, eða Ingólfur Þórarinsson, og bróðir hans Guðmundur Þórarinsson, eða Gumma Tóta, sem þeir fluttu á jólatónleikum á síðasta ári. Er upptaka af þeim flutningi aðgengileg á Spotify þar sem heyra má fimm hundruð manns kyrja viðlagið í kór í lok lagsins.Viðlag lagsins er fengið úr viðlagi lagsins Na Na Hey Hey Kiss Him Goodbye eftir hljómsveitina Steam sem kom út árið 1969.Ingó og bróðir hans sömdu síðan erindi í kringum viðlagið þar sem er meðal annars sungið um Valla Reynis sem fór aldrei inn í reitinn en smurði hann alltaf í skeytin. Fyrir viðlagið vinda bræðurnir sér í brú lagsins þar sem þeir syngja: „Og þegar Valli stígur inn á sviðið, þá öskrar allt liðið!“ Við tekur viðlagið þar sem sungið er ítrekað Valli Reynis! Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja; Hver er þess Valli Reynis? Vísir heyrði í Valla í dag en hann er staddur í fríi ásamt fjölskyldu sinni á Almeira á Spáni. Valli er fæddur árið 1971 á Selfossi og uppalinn þar. Þar býr hann ásamt konu sinni og börnum, er löggiltur pípulagningameistari og rekur sitt eigið pípulagningafyrirtæki. Ásamt því er hann lærður mjólkurfræðingur og með réttindi á stórar vinnuvélar.Vissi ekki hvað til stóð á jólatónleikunum Hann segist hafa fengið boð frá Ingó að mæta á jólatónleikana á Selfossi í fyrra og hafði hann ekki minnstu vitneskju um þetta lag áður en það var frumflutt á umræddum tónleikum. Var Valli kallaður upp á svið og segist hann hafa fengið mikla gæsahúð við að heyra salinn syngja viðlagið saman.Valli uppljóstrar hins vegar í samtali við Vísi að laglína viðlagsins hafi verið búin til á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1996 og því er búið að syngja það í rúm 23 ár. Hann spilaði knattspyrnu með föður Ingós og Gumma, Þórarni Ingólfssyni, á Selfossi en náði því miður ekki að spila með Ingó því hann braut bein í bakinu 32 ára og þurfti að taka sér pásu frá knattspyrnuiðkun. Þetta gerðist ári eftir að hann hafði verið valinn knattspyrnumaður Árborgar.31 árs gamall var Valli Reynis valinn knattspyrnumaður Árborgar en hann spilaði fótbolta lengi með föður bræðranna Ingós Veðurguðs og Gumma Tóta.FacebookKenndi Ingó sannarlega að klobba Í laginu syngur Ingó þó um að Valli hafi kennt honum að klobba, það er að setja fótbolta á milli fóta andstæðings, en Valli svarar því að Ingó hafi verið byrjaður að mæta á meistarflokksæfingar þegar Ingó var í öðrum eða þriðja flokki en þó ekki byrjaður að spila með meistaraflokksliðinu. En Valli kenndi honum sannarlega að klobba. „Þetta er svolítið skemmtilegt lag upp á það að gera,“ segir Valli í samtali við Vísi. Hann segir gaman til þess að hugsa hversu vinsælt þetta lag er orðið. Stjúpdóttir hans var á Þjóðhátíð í Eyjum og sagði Valla frá því að lagið hafi verið spilað í fjölda tjalda alla verslunarmannahelgina. Eiga vart orð þegar þau hitta Valla Reynis Úti á Spáni hefur hann hitt marga Íslendinga sem þekkja hann ekki en þekkja lagið mjög vel. Hann hitti til að mynda dreng frá Hornafirði sem spilar fótbolta og vissi ekki hvert hann ætlaði þegar hann komst að því að hann væri á Spáni með Valla Reynis og þekktu foreldrar drengsins einnig lagið. Er lagið spilað í búningsklefa karla og kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu og einnig spilað í hátalarakerfinu áður en liðið gengur inn á völlinn. Hefur Valli fengið skilaboð og snöpp frá fólki víðs vegar að þar sem verið er að syngja lagið. Hann hefur séð þriggja ára börn syngja það og fullorðið fólk áttræðis- og níræðisaldri.Fékk ekki far til Eyja Eins og áður segir var lagið eitt það vinsælasta á Þjóðhátíð í Eyjum en Valli segist hafa reynt að komast á hátíðina í ár en það hafi ekki gengið upp vegna þess að það var hreinlega uppselt í Herjólf þegar hann ætlaði sér að panta. „Það er skrýtið að það hafi ekki hreinlega verið reddað þyrlu fyrir manninn sem sungið er um í vinsælasta laginu,“ segir Valli og hlær við.
Árborg Íslenski boltinn Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira