Hendum ekki afmælisafgöngum – verslunum verði skylt að gefa Ellen Calmon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun