10 milljónir Mini-bíla framleiddar Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 07:00 10 milljónasta Mini-bílnum fagnað. Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent
Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent