Billie Jean King vill að bandarísku landsliðskonurnar kljúfi sig út úr knattspyrnusambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 14:30 Billie Jean King er skemmtileg týpa. Getty/ Kevork Djansezian Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama. Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama.
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira