Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2019 11:28 Katrín og Vilhjálmur á Wimbledon fyrr í ár. Vísir/Getty Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle, en þau gengu í það heilaga í maí á síðasta ári eftir tæplega tveggja ára samband. Heimildarmyndin heitir „William & Harry: Princes at War“, sem á íslensku myndi þýðast sem „Prinsar í stríði“. Spekingar í myndinni halda því fram að samband Harry við leikkonuna hafi skapað togstreitu milli bræðranna, en sá eldri hafði beðið bróður sinn um að flýta sér ekki um of og leyfa sambandinu að þróast hægt og rólega. Það hafi farið öfugt ofan í Harry sem trúlofaðist leikkonunni rúmlega ári eftir að samband þeirra varð opinbert. „Hann hafði aðeins þekkt [Meghan] í minna en ár þegar þau trúlofuðu sig. Hann settist niður með honum og sagði honum að taka því rólega, ekki ana áfram,“ sagði blaðamaðurinn Carole Malone í viðtali í heimildarmyndinni. Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar „Þetta gerðist svo hratt að Vilhjálmur og Katrín fengu aldrei tækifæri til þess að kynnast Meghan því Harry sjálfur þekkti Meghan varla,“ sagði Ingrid Stewart, sérfræðingur í konungsfjölskyldunni og ritstjóri tímaritsins Majesty. Harry er sagður hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð bróður síns.Vísir/Getty Þá er Harry sagður hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð bróður síns og upplifað lítinn stuðning. Hann hafi alla tíð verið jákvæður í garð Katrínar og því átt von á sama stuðningi frá bróður sínum í sínu sambandi. Samband Meghan og Harry vakti mikla athygli þegar það komst í sviðsljósið á sínum tíma. Margir fögnuðu því að sjá leikkonuna koma með ferskan blæ inn í annars einsleita konungsfjölskyldu á meðan aðrir létu ljót orð falla um Meghan, sem varð til þess að prinsinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað fjölmiðla og almenning að láta hana í friði. Fjölmiðlar hefðu gengið of langt í áreiti og sakaði hann bresku pressuna um kvenfyrirlitningu og rasisma í hennar garð. Hjónin eignuðust sitt fyrsta barn þann 6. maí á þessu ári, soninn Archie Harrisson Mountbatten-Windsor, eftir árlangt hjónaband. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sérfræðingar greina breytingar á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. 18. febrúar 2019 16:44 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle, en þau gengu í það heilaga í maí á síðasta ári eftir tæplega tveggja ára samband. Heimildarmyndin heitir „William & Harry: Princes at War“, sem á íslensku myndi þýðast sem „Prinsar í stríði“. Spekingar í myndinni halda því fram að samband Harry við leikkonuna hafi skapað togstreitu milli bræðranna, en sá eldri hafði beðið bróður sinn um að flýta sér ekki um of og leyfa sambandinu að þróast hægt og rólega. Það hafi farið öfugt ofan í Harry sem trúlofaðist leikkonunni rúmlega ári eftir að samband þeirra varð opinbert. „Hann hafði aðeins þekkt [Meghan] í minna en ár þegar þau trúlofuðu sig. Hann settist niður með honum og sagði honum að taka því rólega, ekki ana áfram,“ sagði blaðamaðurinn Carole Malone í viðtali í heimildarmyndinni. Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar „Þetta gerðist svo hratt að Vilhjálmur og Katrín fengu aldrei tækifæri til þess að kynnast Meghan því Harry sjálfur þekkti Meghan varla,“ sagði Ingrid Stewart, sérfræðingur í konungsfjölskyldunni og ritstjóri tímaritsins Majesty. Harry er sagður hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð bróður síns.Vísir/Getty Þá er Harry sagður hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð bróður síns og upplifað lítinn stuðning. Hann hafi alla tíð verið jákvæður í garð Katrínar og því átt von á sama stuðningi frá bróður sínum í sínu sambandi. Samband Meghan og Harry vakti mikla athygli þegar það komst í sviðsljósið á sínum tíma. Margir fögnuðu því að sjá leikkonuna koma með ferskan blæ inn í annars einsleita konungsfjölskyldu á meðan aðrir létu ljót orð falla um Meghan, sem varð til þess að prinsinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað fjölmiðla og almenning að láta hana í friði. Fjölmiðlar hefðu gengið of langt í áreiti og sakaði hann bresku pressuna um kvenfyrirlitningu og rasisma í hennar garð. Hjónin eignuðust sitt fyrsta barn þann 6. maí á þessu ári, soninn Archie Harrisson Mountbatten-Windsor, eftir árlangt hjónaband.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sérfræðingar greina breytingar á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. 18. febrúar 2019 16:44 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Sérfræðingar greina breytingar á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. 18. febrúar 2019 16:44
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01