Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 15:28 Sigurður segir að stefna Evrópusambandsins sé að gera hvert ríki ábyrgt fyrir sinni eigin plastendurvinnslu og reiknar með því að takmarkanir verði settar á útflutning á plastúrgangi. Fréttablaðið/Sigtryggur Unnið er að því að sexfalda framleiðslugetu plastendurvinnslunnar Pure North Recycling í Hveragerði. Eftir stækkunina mun fyrirtækið hafa getu til þess að endurvinna allt endurvinnanlegt plast sem fellur til á Íslandi, að sögn Sigurðar Halldórssonar, framkvæmdarstjóra fyrirtækisins. Pure North Recycling, sem hóf plastendurvinnslu árið 2015, er eina fyrirtækið hér á landi sem endurvinnur plast að fullu. Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða síðan nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna, að sögn Sigurðar. „Til framtíðar erum við náttúrulega að horfa til þess að selja sem mest innanlands og þannig loka hringrásinni hérna heima,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir þörf vera fyrir stækkunina og að endurvinnslan sé búin að tryggja sér mikið hráefni til vinnslunnar frá fyrirtækjum, söfnunaraðilum og nokkrum sveitarfélögum.Sigurður Halldórsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.Eina plastendurvinnslan með afturvirkt kolefnisspor „Við erum í rauninni búin að þróa nýjar aðferðir sem eru óhefðbundnar við endurvinnslu á plasti, með því að nota jarðvarma í vinnsluna. Þannig erum við ekki að nota nein kemísk efni eða neitt slíkt, heldur bara gufu, vatn og rafmagn,“ segir Sigurður. Jarðgufan er að hans sögn notuð í endurvinnsluferlinu til að hita upp loftið sem þurrkar plastið eftir þvott og er affall gufunnar svo notað við þvottinn þegar hún þéttist. Pure North Recycling hefur látið ráðgjafafyrirtækið ReSource International gera úttekt á endurvinnsluferlinu og bera saman við kolefnissporið sem hlýst af sambærilegri vinnslu erlendis. Þær niðurstöður benda til þess lægra kolefnisspor hljótist að því að flytja inn plastúrgang frá Evrópu til endurvinnslu hjá Pure North Recycling en að flytja íslenskan úrgang út til Evrópu til endurnýtingar. „Við erum eina ríkið í heiminum sem getur verið með afturvirkt kolefnisspor á plastendurvinnslu,“ segir Sigurður jafnframt. „Menn geta í rauninni kolefnisjafnað búskapinn sinn eða hvað sem það svo sem er með endurvinnslu á plasti, þannig að það er algjör bylting.“ Flokka þarf betur plast frá heimilum Aðspurður segir Sigurður Pure North Recycling nú endurvinna ýmsar tegundir af plasti en að breytingar þurfi að eiga sér stað á flokkun plasts frá heimilum og fyrirtækjum til þess að þau geti tekið við neytendaumbúðum í meira mæli. „Við komum til með að taka það í svona lengri skrefum, við erum núna fyrst og fremst að horfa á þessa stærstu flokka, t.d. eins og heyrúlluplastið. Það eru einhver tvö þúsund tonn á ári sem fellur til af því sem við erum að endurvinna.“ „Svo höfum við verið að taka eitthvað af umbúðaplasti og þess háttar líka en það þarf að fara fram betri söfnun á því eða betri skil, þar sem þetta eru svo margir flokkar af plasti sem er verið að blanda saman. Það er svolítið vandamálið frá heimilum. Þannig að flokkun á heimilisplasti þarf að vera mun betri til þess að hægt sé að endurvinna allt.“ Miklar breytingar hafa orðið á plastmarkaði í kjölfar þess að Kína og fleiri ríki í Asíu hættu að taka við plastúrgangi frá Vesturlöndum. Telur Sigurður að þetta séu jákvæðar breytingar til lengri tíma litið: „Núna er ábyrgðin í rauninni komin á hverja þjóð fyrir sig. Menn geta ekki lengur sent þetta bara til Asíu og horft í hina áttina.“ Hveragerði Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Skotar hvattir til að taka sig á. 14. maí 2019 10:02 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Unnið er að því að sexfalda framleiðslugetu plastendurvinnslunnar Pure North Recycling í Hveragerði. Eftir stækkunina mun fyrirtækið hafa getu til þess að endurvinna allt endurvinnanlegt plast sem fellur til á Íslandi, að sögn Sigurðar Halldórssonar, framkvæmdarstjóra fyrirtækisins. Pure North Recycling, sem hóf plastendurvinnslu árið 2015, er eina fyrirtækið hér á landi sem endurvinnur plast að fullu. Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða síðan nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna, að sögn Sigurðar. „Til framtíðar erum við náttúrulega að horfa til þess að selja sem mest innanlands og þannig loka hringrásinni hérna heima,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir þörf vera fyrir stækkunina og að endurvinnslan sé búin að tryggja sér mikið hráefni til vinnslunnar frá fyrirtækjum, söfnunaraðilum og nokkrum sveitarfélögum.Sigurður Halldórsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.Eina plastendurvinnslan með afturvirkt kolefnisspor „Við erum í rauninni búin að þróa nýjar aðferðir sem eru óhefðbundnar við endurvinnslu á plasti, með því að nota jarðvarma í vinnsluna. Þannig erum við ekki að nota nein kemísk efni eða neitt slíkt, heldur bara gufu, vatn og rafmagn,“ segir Sigurður. Jarðgufan er að hans sögn notuð í endurvinnsluferlinu til að hita upp loftið sem þurrkar plastið eftir þvott og er affall gufunnar svo notað við þvottinn þegar hún þéttist. Pure North Recycling hefur látið ráðgjafafyrirtækið ReSource International gera úttekt á endurvinnsluferlinu og bera saman við kolefnissporið sem hlýst af sambærilegri vinnslu erlendis. Þær niðurstöður benda til þess lægra kolefnisspor hljótist að því að flytja inn plastúrgang frá Evrópu til endurvinnslu hjá Pure North Recycling en að flytja íslenskan úrgang út til Evrópu til endurnýtingar. „Við erum eina ríkið í heiminum sem getur verið með afturvirkt kolefnisspor á plastendurvinnslu,“ segir Sigurður jafnframt. „Menn geta í rauninni kolefnisjafnað búskapinn sinn eða hvað sem það svo sem er með endurvinnslu á plasti, þannig að það er algjör bylting.“ Flokka þarf betur plast frá heimilum Aðspurður segir Sigurður Pure North Recycling nú endurvinna ýmsar tegundir af plasti en að breytingar þurfi að eiga sér stað á flokkun plasts frá heimilum og fyrirtækjum til þess að þau geti tekið við neytendaumbúðum í meira mæli. „Við komum til með að taka það í svona lengri skrefum, við erum núna fyrst og fremst að horfa á þessa stærstu flokka, t.d. eins og heyrúlluplastið. Það eru einhver tvö þúsund tonn á ári sem fellur til af því sem við erum að endurvinna.“ „Svo höfum við verið að taka eitthvað af umbúðaplasti og þess háttar líka en það þarf að fara fram betri söfnun á því eða betri skil, þar sem þetta eru svo margir flokkar af plasti sem er verið að blanda saman. Það er svolítið vandamálið frá heimilum. Þannig að flokkun á heimilisplasti þarf að vera mun betri til þess að hægt sé að endurvinna allt.“ Miklar breytingar hafa orðið á plastmarkaði í kjölfar þess að Kína og fleiri ríki í Asíu hættu að taka við plastúrgangi frá Vesturlöndum. Telur Sigurður að þetta séu jákvæðar breytingar til lengri tíma litið: „Núna er ábyrgðin í rauninni komin á hverja þjóð fyrir sig. Menn geta ekki lengur sent þetta bara til Asíu og horft í hina áttina.“
Hveragerði Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Skotar hvattir til að taka sig á. 14. maí 2019 10:02 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15