Nýjasti leikmaður Barcelona hótaði því einu sinni að brjóta báða fætur Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 14:00 Junior Firpo og Lionel Messi. Samsett/Getty Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira