Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:30 Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira