Heildartekjur hæstar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 10:02 Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 441 þúsund króna á mánuði og því var helmingur einstaklinga með heildartekjur undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Atvinnutekjur voru um 505 þúsund krónur á mánuði að meðaltali sé horft til þeirra einstaklinga sem voru með atvinnutekjur árið 2018. Það er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Miðgildi atvinnutekna var 447 þúsund krónur. Atvinnutekjur einstaklinga á aldrinum 25 til 74 ára voru að meðaltali 571 þúsund krónur á mánuði árið 2018 og var eitt prósent einstaklinga á þeim aldri með að jafnaði tæplega tvær milljónir króna eða meira í atvinnutekjur á mánuði. Tekjur einstaklinga byggja á skattframtölum einstaklinga frá 16 ára aldri. Atvinnutekjur innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur en heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna sem til dæmis geta verið lífeyris- eða bótagreiðslur. Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ, en það voru einu sveitarfélögin þar sem heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali yfir 8 milljónir króna. Sé hins vegar horft til miðgildis voru heildartekjur nokkuð lægri eða rúmlega 6,2 milljónir króna í báðum sveitarfélögunum. Heildartekjur í Bolungarvík voru 7,6 milljónir króna að meðaltali árið 2018, 7,3 milljónir króna í Kjósahreppi og 7,2 milljónir króna í Kópavogi. Í sjö sveitarfélögum var meðaltal heildartekna undir 5 milljónum króna árið 2018. Lægstar voru heildartekjur í Akrahreppi 4,3 milljónir króna og 4,4 milljónir króna í Húnavatnshreppi.Nokkur munur eftir menntunarstigi Nokkur munur var á tekjum einstaklinga eftir menntunarstigi árið 2018 eins og sjá má á mynd 2 sem sýnir miðgildi heildartekna eftir menntun fyrir aldurshópinn 25 til 74 ára. Má þar nefna mun á bóknámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi, en einstaklingar með starfsnám á framhaldsskólastigi voru með 17,4% hærri heildartekjur en einstaklingar með bóknám af framhaldsskólastigi árið 2018. Sambærilegur munur á heildartekjum háskólamenntaðra einstaklinga með bakkalárgráðu annars vegar og meistaragráðu hins vegar var um 23%. Einstaklingar á aldrinum 25 til 74 ára með grunnskólamenntun eða minna voru með um 5,2 milljónir króna árið 2018 sé miðað við miðgildi heildartekna eða tæplega 430 þúsund krónur á mánuði að jafnaði, einstaklingar sem höfðu lokið framhaldsskólastigi voru með 6,1 milljón krónur eða 509 þúsund krónur á mánuði og einstaklingar með háskólamenntun 7,9 milljón krónur eða um 661 þúsund krónur á mánuði. Háskólamenntaðir einstaklingar á aldrinum 25-74 ára voru þannig með 54% hærri heildartekjur en einstaklingar með grunnskólamenntun og um 30% hærri heildartekjur en einstaklingar með menntun á framhaldsskólastigi. Hafa ber í huga að samanburður á heildartekjum einstaklinga eftir menntun er óháð stöðu þeirra á vinnumarkaðnum, til dæmis hvort einstaklingur er starfandi eða atvinnulaus. Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 441 þúsund króna á mánuði og því var helmingur einstaklinga með heildartekjur undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Atvinnutekjur voru um 505 þúsund krónur á mánuði að meðaltali sé horft til þeirra einstaklinga sem voru með atvinnutekjur árið 2018. Það er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Miðgildi atvinnutekna var 447 þúsund krónur. Atvinnutekjur einstaklinga á aldrinum 25 til 74 ára voru að meðaltali 571 þúsund krónur á mánuði árið 2018 og var eitt prósent einstaklinga á þeim aldri með að jafnaði tæplega tvær milljónir króna eða meira í atvinnutekjur á mánuði. Tekjur einstaklinga byggja á skattframtölum einstaklinga frá 16 ára aldri. Atvinnutekjur innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur en heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna sem til dæmis geta verið lífeyris- eða bótagreiðslur. Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ, en það voru einu sveitarfélögin þar sem heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali yfir 8 milljónir króna. Sé hins vegar horft til miðgildis voru heildartekjur nokkuð lægri eða rúmlega 6,2 milljónir króna í báðum sveitarfélögunum. Heildartekjur í Bolungarvík voru 7,6 milljónir króna að meðaltali árið 2018, 7,3 milljónir króna í Kjósahreppi og 7,2 milljónir króna í Kópavogi. Í sjö sveitarfélögum var meðaltal heildartekna undir 5 milljónum króna árið 2018. Lægstar voru heildartekjur í Akrahreppi 4,3 milljónir króna og 4,4 milljónir króna í Húnavatnshreppi.Nokkur munur eftir menntunarstigi Nokkur munur var á tekjum einstaklinga eftir menntunarstigi árið 2018 eins og sjá má á mynd 2 sem sýnir miðgildi heildartekna eftir menntun fyrir aldurshópinn 25 til 74 ára. Má þar nefna mun á bóknámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi, en einstaklingar með starfsnám á framhaldsskólastigi voru með 17,4% hærri heildartekjur en einstaklingar með bóknám af framhaldsskólastigi árið 2018. Sambærilegur munur á heildartekjum háskólamenntaðra einstaklinga með bakkalárgráðu annars vegar og meistaragráðu hins vegar var um 23%. Einstaklingar á aldrinum 25 til 74 ára með grunnskólamenntun eða minna voru með um 5,2 milljónir króna árið 2018 sé miðað við miðgildi heildartekna eða tæplega 430 þúsund krónur á mánuði að jafnaði, einstaklingar sem höfðu lokið framhaldsskólastigi voru með 6,1 milljón krónur eða 509 þúsund krónur á mánuði og einstaklingar með háskólamenntun 7,9 milljón krónur eða um 661 þúsund krónur á mánuði. Háskólamenntaðir einstaklingar á aldrinum 25-74 ára voru þannig með 54% hærri heildartekjur en einstaklingar með grunnskólamenntun og um 30% hærri heildartekjur en einstaklingar með menntun á framhaldsskólastigi. Hafa ber í huga að samanburður á heildartekjum einstaklinga eftir menntun er óháð stöðu þeirra á vinnumarkaðnum, til dæmis hvort einstaklingur er starfandi eða atvinnulaus.
Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira