Bruna á íslenskum öldusjó Sólrún Freyja Sen skrifar 30. júlí 2019 09:00 Ingólfur Már Olsen segir að upphaflega hafi honum fundist hugmyndin að stunda brimbrettabrun á Íslandi fáránleg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það eru ekki allir sem tengja það að „sörfa“ (brimbrettabrun) við Ísland. Ingólfur Már Olsen hefur þó stundað það hér við Íslandsstrendur í yfir 20 ár. Ingólfur var áður mikill snjóbrettakappi en var dreginn út í brimbrettabrunið sumarið 1996. „Ég var alltaf á snjóbrettum í gamla daga. Síðan fór ég með vinum mínum sem drógu mig og félaga minn í þetta. Þá fórum við að sörfa öll kvöld um sumarið. Mér fannst það helvíti skemmtilegt.“ Tilgangurinn með íþróttinni var þá að drepa tímann á sumrin áður en fór að snjóa svo hægt væri að fara á snjóbretti. „Smátt og smátt tók sörfið svo eiginlega bara yfir.“Stundar þetta allt árið Í dag stundar Ingólfur brimbrettabrun allan ársins hring í öllum aðstæðum. Hann segir að fyrir byrjendur sé þægilegra að koma sér inn í þessa íþrótt á sumrin þegar aðstæðurnar í sjónum eru rólegri. „Það eru ekki margir sem stunda þetta, þetta er ekki fyrir hvern sem er. Allavega ekki allt árið um kring.“ Sjálfur segir Ingólfur að honum hafi fundist hugmyndin að stunda brimbrettabrun á Íslandi fáránleg. Svo komst hann að því hvað þetta er skemmtilegt. Ingólfur segist þó taka eftir að fleiri séu farnir að stunda þessa íþrótt hér á Íslandi en aðallega á sumrin. „Það verður samt aldrei eins og í til dæmis Kaliforníu, þetta er of flókið og dýrt hér á Íslandi.“ Bæði þarf fólk oftast að keyra langar vegalengdir til að koma sér á stað þar sem er hægt að stunda brimbrettabrun og svo krefst íþróttin sveigjanleika upp á veður og vind. „Þetta er ekki eins og úti í heimi þar sem maður getur sörfað á morgnana og kvöldin í voðalega fínum aðstæðum.“ Ingólfur segir að auknar vinsældir brimbrettabruns á Íslandi gætu líka skýrst af byltingu á síðustu árum í nauðsynlegum búnaði. „Þetta er ekki alveg sami leikurinn og fyrir 10 til 15 árum.“ Í dag er gallinn sem er nauðsynlegur fyrir brimbrettabrun á Íslandi miklu hlýrri og þægilegri. Það er mikil líkamleg áreynsla sem felst í því og mikilvægt að líða þægilega á meðan.Ekki bara hippar í hjólhýsum Ingólfur segist taka eftir að allir samfélagshópar og fólk á öllum aldri hafi gaman af þessu. „Ég hef farið með fólk úr öllum stéttum í sörf. Þessi íþrótt er ekki endilega bara fyrir brettafólk, alls ekki. Bæði hér heima og úti í heimi er fólk úr öllum stéttum að stunda þetta. Ekki bara steríótýpískir hippar sem búa í hjólhýsum. Það geta allt eins verið pólitíkusar, fyrirtækjaeigendur, flugmenn eða smiðir.“ Ingólfur segist oft fara með litlu frændur sína í sjóinn en hann passi auðvitað alltaf að aðstæður séu barnvænar. Þá sé skynsamlegast að fara með krakka á sumrin. Ingólfur vinnur hjá fyrirtækinu Arctic Surfers sem fer með hópa í brimbrettabrun. Ingólfur segir að þar hafi yngsti kúnninn verið sex ára og sá elsti 66 ára gamall. „Báðir aðilar náðu öldu, þannig að það var bara mjög gaman.“Maður þarf að bera virðingu fyrir náttúrunni og aðstæðum ef maður stundar brimbrettabrun, sérstaklega hér á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIÍsland ekki byrjendavænt Arctic Surfers bjóða upp á námskeið fyrir byrjendur sem snýst fyrst og fremst um að læra á aðstæður áður en maður fer út í þær. Þá er farið í vettvangsferðir út að sjó þar sem fólk getur aflað sér upplýsinga og lært að fara sér ekki að voða. „Ísland er ekki mjög byrjendavænt að því leyti að aðstæður eru breytilegar, það er mikið flóð og fjara. En það er hægt að upplifa mjög skemmtilegar aðstæður. Þetta snýst um að safna sér upplýsingum, læra á svæðin og veðrið. Það kemur til með bæði heimavinnu og vettvangsferðum. Þetta er alltaf ákveðinn grautur sem maður þarf að finna rúsínuna í, bæði vanir og óvanir. En allir sem við höfum farið með hafa verið sáttir og stigið heilir og glaðir frá þessu. Þetta er bæði skemmtileg reynsla og upplifun.“Tekur mörg ár að verða bara ágætur Að sögn Ingólfs snýst brimbrettabrunið sjálft um að læra að ná öldunni annars vegar og að svífa á öldunni hins vegar. Ingólfur segir að hið fyrrnefnda sé yfirleitt miklu flóknara og taki lengri tíma að ná vel. „Ef þú ætlar að fá eitthvað gott úr þessu og koma þér almennilega inn í sörfið þarftu klárlega að leggja smá metnað í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem þú lærir allt í bók. Þú lærir með tímanum. Það tekur alveg mörg ár að ná leikni í sörfi, eða jafnvel að verða bara ágætur í því.“ Beri maður skynsemina fyrir brjósti þarf brimbrettabrun alls ekki að vera hættulegt. „Ég mæli með að fólk fari á námskeið hér heima eða annars staðar og kynni sér hlutina. Þetta getur verið hættulegt en það þarf ekki að vera það. Þú þarft auðvitað að bera virðingu fyrir sjónum og náttúrunni, sérstaklega hér á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Það eru ekki allir sem tengja það að „sörfa“ (brimbrettabrun) við Ísland. Ingólfur Már Olsen hefur þó stundað það hér við Íslandsstrendur í yfir 20 ár. Ingólfur var áður mikill snjóbrettakappi en var dreginn út í brimbrettabrunið sumarið 1996. „Ég var alltaf á snjóbrettum í gamla daga. Síðan fór ég með vinum mínum sem drógu mig og félaga minn í þetta. Þá fórum við að sörfa öll kvöld um sumarið. Mér fannst það helvíti skemmtilegt.“ Tilgangurinn með íþróttinni var þá að drepa tímann á sumrin áður en fór að snjóa svo hægt væri að fara á snjóbretti. „Smátt og smátt tók sörfið svo eiginlega bara yfir.“Stundar þetta allt árið Í dag stundar Ingólfur brimbrettabrun allan ársins hring í öllum aðstæðum. Hann segir að fyrir byrjendur sé þægilegra að koma sér inn í þessa íþrótt á sumrin þegar aðstæðurnar í sjónum eru rólegri. „Það eru ekki margir sem stunda þetta, þetta er ekki fyrir hvern sem er. Allavega ekki allt árið um kring.“ Sjálfur segir Ingólfur að honum hafi fundist hugmyndin að stunda brimbrettabrun á Íslandi fáránleg. Svo komst hann að því hvað þetta er skemmtilegt. Ingólfur segist þó taka eftir að fleiri séu farnir að stunda þessa íþrótt hér á Íslandi en aðallega á sumrin. „Það verður samt aldrei eins og í til dæmis Kaliforníu, þetta er of flókið og dýrt hér á Íslandi.“ Bæði þarf fólk oftast að keyra langar vegalengdir til að koma sér á stað þar sem er hægt að stunda brimbrettabrun og svo krefst íþróttin sveigjanleika upp á veður og vind. „Þetta er ekki eins og úti í heimi þar sem maður getur sörfað á morgnana og kvöldin í voðalega fínum aðstæðum.“ Ingólfur segir að auknar vinsældir brimbrettabruns á Íslandi gætu líka skýrst af byltingu á síðustu árum í nauðsynlegum búnaði. „Þetta er ekki alveg sami leikurinn og fyrir 10 til 15 árum.“ Í dag er gallinn sem er nauðsynlegur fyrir brimbrettabrun á Íslandi miklu hlýrri og þægilegri. Það er mikil líkamleg áreynsla sem felst í því og mikilvægt að líða þægilega á meðan.Ekki bara hippar í hjólhýsum Ingólfur segist taka eftir að allir samfélagshópar og fólk á öllum aldri hafi gaman af þessu. „Ég hef farið með fólk úr öllum stéttum í sörf. Þessi íþrótt er ekki endilega bara fyrir brettafólk, alls ekki. Bæði hér heima og úti í heimi er fólk úr öllum stéttum að stunda þetta. Ekki bara steríótýpískir hippar sem búa í hjólhýsum. Það geta allt eins verið pólitíkusar, fyrirtækjaeigendur, flugmenn eða smiðir.“ Ingólfur segist oft fara með litlu frændur sína í sjóinn en hann passi auðvitað alltaf að aðstæður séu barnvænar. Þá sé skynsamlegast að fara með krakka á sumrin. Ingólfur vinnur hjá fyrirtækinu Arctic Surfers sem fer með hópa í brimbrettabrun. Ingólfur segir að þar hafi yngsti kúnninn verið sex ára og sá elsti 66 ára gamall. „Báðir aðilar náðu öldu, þannig að það var bara mjög gaman.“Maður þarf að bera virðingu fyrir náttúrunni og aðstæðum ef maður stundar brimbrettabrun, sérstaklega hér á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIÍsland ekki byrjendavænt Arctic Surfers bjóða upp á námskeið fyrir byrjendur sem snýst fyrst og fremst um að læra á aðstæður áður en maður fer út í þær. Þá er farið í vettvangsferðir út að sjó þar sem fólk getur aflað sér upplýsinga og lært að fara sér ekki að voða. „Ísland er ekki mjög byrjendavænt að því leyti að aðstæður eru breytilegar, það er mikið flóð og fjara. En það er hægt að upplifa mjög skemmtilegar aðstæður. Þetta snýst um að safna sér upplýsingum, læra á svæðin og veðrið. Það kemur til með bæði heimavinnu og vettvangsferðum. Þetta er alltaf ákveðinn grautur sem maður þarf að finna rúsínuna í, bæði vanir og óvanir. En allir sem við höfum farið með hafa verið sáttir og stigið heilir og glaðir frá þessu. Þetta er bæði skemmtileg reynsla og upplifun.“Tekur mörg ár að verða bara ágætur Að sögn Ingólfs snýst brimbrettabrunið sjálft um að læra að ná öldunni annars vegar og að svífa á öldunni hins vegar. Ingólfur segir að hið fyrrnefnda sé yfirleitt miklu flóknara og taki lengri tíma að ná vel. „Ef þú ætlar að fá eitthvað gott úr þessu og koma þér almennilega inn í sörfið þarftu klárlega að leggja smá metnað í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem þú lærir allt í bók. Þú lærir með tímanum. Það tekur alveg mörg ár að ná leikni í sörfi, eða jafnvel að verða bara ágætur í því.“ Beri maður skynsemina fyrir brjósti þarf brimbrettabrun alls ekki að vera hættulegt. „Ég mæli með að fólk fari á námskeið hér heima eða annars staðar og kynni sér hlutina. Þetta getur verið hættulegt en það þarf ekki að vera það. Þú þarft auðvitað að bera virðingu fyrir sjónum og náttúrunni, sérstaklega hér á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira