Sonur Ole Gunnar Solskjær spilar á móti Manchester United í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 14:30 Ole Gunnar Solskjær með Noah son sinn eftir að hann varð Englandsmeistari með Manchester United árið 2001. Það var fjórði meistaratitilinn af sex sem Ole Gunnar vann með Manchester United. Getty/StuForster /Allsport Noah Solskjaer, 19 ára sonur Ole Gunnar Solskjær, spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Kristiansund í kvöld. Svo vill til að leikurinn er á móti Manchester United. Manchester United mætir Kristiansund í dag í næst síðasta undirbúningsleik sínum fyrir tímabilið en leikurinn fer fram á Ullevaal Stadion í Osló. Ole Gunnar Solskjær fæddist í Kristiansund og hóf ferillinn með Clausenengen sem er lið frá bænum. Hann fór síðan þaðan til Molde og varð síðan orðinn leikmaður Manchester United 23 ára gamall. Solskjær snéri síðan aftur til Molde og var þjálfari liðsins þegar kallið kom frá Old Trafford. Hann tók fyrst við til bráðabrigða í desember 2018 en var síðan fastráðinn undir lok síðasta tímabils. Ole Gunnar er nú á sínu fyrsta undirbúningstímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann er nú kominn með lið sitt heim til Noregs og fær nú tækifæri til að stýra því á móti stráknum sínum. Noah Solskjaer er í hópnum fyrir leik Kristiansund á móti Manchester United í kvöld. Leikurinn hefst 17.00 að íslenskum tíma.Imagine making your senior debut for your family's hometown club against Manchester United, the team managed by your father. It looks likely to happen ➡ https://t.co/d4yg7TiWr3#ManUtd#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/S6myBHM8UQ — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019Noah Solskjær hefur enn ekki náð að spila fyrir aðallið Kristiansund en á að baki þrettán leiki með b-liði félagsins. Noah spilar ekki í fremstu víglínu eins og faðir sinn heldur inn á miðjunni. „Faðir hans var betri eftir því sem hann komst nærri vítateignum en Noah er meira leikmaður sem er að setja upp sóknir síns liðs,“ sagði Christian Michelsen, þjálfari Kristiansund. „Hann hefur mikla hæfileika og er með góðan skilning á fótbolta. Noah hefur farið í gegnum góðan skóla,“ sagði Michelsen. Noah sjálfur sagði það í viðtali nýlega að hann byggi ekki leik sinn á leik föðurs síns heldur horfi hann meira til leikmanns eins og Michael Carrick, fyrrum leikmanns Manchester United. „Ég er miklu meira sexa á miðjunni heldur en tía. Það væri gaman að fá að spila í þessum leik. Ég er búinn að sjá svo marga svona stórleiki að ég er orðinn vanur þeim,“ sagði Noah Solskjær en BBC segir frá. Enski boltinn Noregur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Noah Solskjaer, 19 ára sonur Ole Gunnar Solskjær, spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Kristiansund í kvöld. Svo vill til að leikurinn er á móti Manchester United. Manchester United mætir Kristiansund í dag í næst síðasta undirbúningsleik sínum fyrir tímabilið en leikurinn fer fram á Ullevaal Stadion í Osló. Ole Gunnar Solskjær fæddist í Kristiansund og hóf ferillinn með Clausenengen sem er lið frá bænum. Hann fór síðan þaðan til Molde og varð síðan orðinn leikmaður Manchester United 23 ára gamall. Solskjær snéri síðan aftur til Molde og var þjálfari liðsins þegar kallið kom frá Old Trafford. Hann tók fyrst við til bráðabrigða í desember 2018 en var síðan fastráðinn undir lok síðasta tímabils. Ole Gunnar er nú á sínu fyrsta undirbúningstímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann er nú kominn með lið sitt heim til Noregs og fær nú tækifæri til að stýra því á móti stráknum sínum. Noah Solskjaer er í hópnum fyrir leik Kristiansund á móti Manchester United í kvöld. Leikurinn hefst 17.00 að íslenskum tíma.Imagine making your senior debut for your family's hometown club against Manchester United, the team managed by your father. It looks likely to happen ➡ https://t.co/d4yg7TiWr3#ManUtd#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/S6myBHM8UQ — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019Noah Solskjær hefur enn ekki náð að spila fyrir aðallið Kristiansund en á að baki þrettán leiki með b-liði félagsins. Noah spilar ekki í fremstu víglínu eins og faðir sinn heldur inn á miðjunni. „Faðir hans var betri eftir því sem hann komst nærri vítateignum en Noah er meira leikmaður sem er að setja upp sóknir síns liðs,“ sagði Christian Michelsen, þjálfari Kristiansund. „Hann hefur mikla hæfileika og er með góðan skilning á fótbolta. Noah hefur farið í gegnum góðan skóla,“ sagði Michelsen. Noah sjálfur sagði það í viðtali nýlega að hann byggi ekki leik sinn á leik föðurs síns heldur horfi hann meira til leikmanns eins og Michael Carrick, fyrrum leikmanns Manchester United. „Ég er miklu meira sexa á miðjunni heldur en tía. Það væri gaman að fá að spila í þessum leik. Ég er búinn að sjá svo marga svona stórleiki að ég er orðinn vanur þeim,“ sagði Noah Solskjær en BBC segir frá.
Enski boltinn Noregur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira