Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 21:29 Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Viðtalið var tekið við Steingrímsstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45