Ísland með eitt öflugasta leikskólakerfið í Evrópu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 20:15 Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira