Margrét fékk krabbamein en náði samt að klára FECC fyrst íslenskra kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 12:00 Margrét Sturlaugsdóttir þegar hún var að þjálfa Breiðablik. Hún varð að hætta með liðið vegna veikinda sinna. Vísir/Daníel Þór Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það. Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira
Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það.
Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira