Nýju fötin keisarans Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun