Besti vinur Kolbeinn Marteinsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun