Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 20:30 Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira