Vísa kröfu Eflingar til Sambands íslenskra sveitarfélaga Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 20:50 Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Vísir/Egill Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.” Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.”
Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00
Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15