Varla ský á himni á miðvikudag, ef spárnar ganga eftir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2019 22:41 Raufarhöfn virðist hafa dregið stutta stráið þegar kemur að veðurblíðu vikunnar. Skjáskot/Veðurstofa Íslands Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt. Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt.
Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira