Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins. Vísir/EPA Forseti öldungadeildar filippseyska þingsins segir að hunsa ætti ályktun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte forseta, meðal annars vegnar þess að Ísland skorti siðferði til að segja Filippseyingum til um mannréttindi. Fullyrðir hann að Íslendingar drepi fleiri með þungunarrofi en falla í fíkniefnastríðinu. Filippseysk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við samþykkt mannréttindaráðsins á tillögu Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte sem hefur kostað þúsundir manna lífið. Forsetinn hefur staðið fyrir fjölda aftaka á meintum glæpamönnum utan dóms og laga frá því að hann komst til valda. Nú ber Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins, aftökurnar saman við þungunarrof á Íslandi og fullyrðir að fleiri „ófædd börn“ hafi látið lífi á Íslandi en fíkniefnasalar á Filippseyjum. „Glæpamennirnir geta barist, börnin geta það ekki. Hvaða mannréttindi eru þeir að tala um,“ sagði Scotto.Reuters-fréttastofan segir að Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hafi tekið í sama streng um þungunarrof á Íslandi. Rúmlega þúsund þungunarrof voru gerð á Íslandi árið 2017 og er tíðni þeirra nálægt norrænu meðaltali, samkvæmt tölum embættis landlæknis. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa gengist við því að sex þúsund manns hafi verið drepnir í fíkniefnastríði þeirra. Mannréttindsamtök telja fjöldann á annan tug þúsunda. Þrátt fyrir óánægju filippseyskra stjórnvalda hafa mannréttindasamtök fagnað ályktun mannréttindaráðsins. Þau fullyrða að stjórnvöld á Filippseyjum hylmi yfir brot, komi fyrir sönnunargögnum og að fulltrúar þeirra fái að athafna sig án ótta við refsingu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Forseti öldungadeildar filippseyska þingsins segir að hunsa ætti ályktun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte forseta, meðal annars vegnar þess að Ísland skorti siðferði til að segja Filippseyingum til um mannréttindi. Fullyrðir hann að Íslendingar drepi fleiri með þungunarrofi en falla í fíkniefnastríðinu. Filippseysk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við samþykkt mannréttindaráðsins á tillögu Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte sem hefur kostað þúsundir manna lífið. Forsetinn hefur staðið fyrir fjölda aftaka á meintum glæpamönnum utan dóms og laga frá því að hann komst til valda. Nú ber Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins, aftökurnar saman við þungunarrof á Íslandi og fullyrðir að fleiri „ófædd börn“ hafi látið lífi á Íslandi en fíkniefnasalar á Filippseyjum. „Glæpamennirnir geta barist, börnin geta það ekki. Hvaða mannréttindi eru þeir að tala um,“ sagði Scotto.Reuters-fréttastofan segir að Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hafi tekið í sama streng um þungunarrof á Íslandi. Rúmlega þúsund þungunarrof voru gerð á Íslandi árið 2017 og er tíðni þeirra nálægt norrænu meðaltali, samkvæmt tölum embættis landlæknis. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa gengist við því að sex þúsund manns hafi verið drepnir í fíkniefnastríði þeirra. Mannréttindsamtök telja fjöldann á annan tug þúsunda. Þrátt fyrir óánægju filippseyskra stjórnvalda hafa mannréttindasamtök fagnað ályktun mannréttindaráðsins. Þau fullyrða að stjórnvöld á Filippseyjum hylmi yfir brot, komi fyrir sönnunargögnum og að fulltrúar þeirra fái að athafna sig án ótta við refsingu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55