Eurovision verður haldið í Rotterdam eða Maastricht Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2019 17:36 Maastricht (t.v.) og Rotterdam (t.h.) berjast um að fá að halda Eurovision keppnina að ári. getty/geography photos/Eurovision Í síðustu viku kynntu fimm hollenskar borgir kosti sína fyrir hollenska ríkisútvarpinu, NPO, til að halda Eurovision sem haldin verður þar í landi næsta vor. Nefnd NPO, í samráði við tækni sérfræðinga og Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur ákveðið að skoða ekki frekar tillögur borganna Arnhem, Hertogenbosch og Utrecht. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að sterkustu kandídatarnir til að halda keppnina væru Rotterdam og Maastricht, þar sem til staðar er rétt aðstaða fyrir keppnina í báðum borgum, bæði fyrir aðal viðburðinn, sjálfa keppnina, en líka fyrir Eurovision þorpið, EuroClub og Opnunar hátíðina. Auk þess er fjöldi hótel herbergja í borginni fullnægjandi enda er hátíðin vel sótt á hverju ári og þurfa gestir hátíðarinnar samastað.Ekki skemmir fyrir að borgirnar eru báðar tilbúnar til að veita keppninni háa fjárstyrki til skipulagningar. „Allar borgirnar og tónleikastaðirnir hafa lagt mikla vinnu í kynningarnar sínar. Allar kynningarnar vöktu aðdáun okkar og við viljum þakka öllum sem hafa komið að verkefninu hingað til fyrir jákvæð áhrif þeirra og seiglu. Við erum handviss um að Maastricht og Rotterdam hafi upp á allt það að bjóða sem umsjónarborg þarf að búa yfir,“ sagði Sietse Bakker, aðalframleiðandi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2020. Á næstu vikum munu skipuleggjendur hátíðarinnar fara til borganna tveggja sem koma til greina sem umsjónarborg til að meta tónleikastaðina sem hafa verið tilnefndir og aðra staði sem þarf til keppninnar. Til stendur að tilkynnt verði hvaða borg verði fyrir valinu sem umsjónarborg Eurovision 2020 um miðjan ágúst. Eurovision Holland Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Í síðustu viku kynntu fimm hollenskar borgir kosti sína fyrir hollenska ríkisútvarpinu, NPO, til að halda Eurovision sem haldin verður þar í landi næsta vor. Nefnd NPO, í samráði við tækni sérfræðinga og Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur ákveðið að skoða ekki frekar tillögur borganna Arnhem, Hertogenbosch og Utrecht. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að sterkustu kandídatarnir til að halda keppnina væru Rotterdam og Maastricht, þar sem til staðar er rétt aðstaða fyrir keppnina í báðum borgum, bæði fyrir aðal viðburðinn, sjálfa keppnina, en líka fyrir Eurovision þorpið, EuroClub og Opnunar hátíðina. Auk þess er fjöldi hótel herbergja í borginni fullnægjandi enda er hátíðin vel sótt á hverju ári og þurfa gestir hátíðarinnar samastað.Ekki skemmir fyrir að borgirnar eru báðar tilbúnar til að veita keppninni háa fjárstyrki til skipulagningar. „Allar borgirnar og tónleikastaðirnir hafa lagt mikla vinnu í kynningarnar sínar. Allar kynningarnar vöktu aðdáun okkar og við viljum þakka öllum sem hafa komið að verkefninu hingað til fyrir jákvæð áhrif þeirra og seiglu. Við erum handviss um að Maastricht og Rotterdam hafi upp á allt það að bjóða sem umsjónarborg þarf að búa yfir,“ sagði Sietse Bakker, aðalframleiðandi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2020. Á næstu vikum munu skipuleggjendur hátíðarinnar fara til borganna tveggja sem koma til greina sem umsjónarborg til að meta tónleikastaðina sem hafa verið tilnefndir og aðra staði sem þarf til keppninnar. Til stendur að tilkynnt verði hvaða borg verði fyrir valinu sem umsjónarborg Eurovision 2020 um miðjan ágúst.
Eurovision Holland Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira