Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 15:04 Vísir/Samsett „Ef ég á að segja alveg eins og er þá langar mig ekki mikið til þess að halda áfram að tala um Birgittu. Þessi ræða er haldin fyrir atkvæðagreiðslu og var beint að fólki sem var að fara að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og fyrir mitt leyti hefur ekkert erindi út fyrir þann hóp.“ Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um ræðu sína á fundi Pírata á mánudaginn þar sem atkvæðagreiðsla um trúnaðarráð flokksins fór fram. Á meðal þeirra sem buðu sig fram var Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda flokksins og fyrrum þingflokksformaður. Eldræða Helga Hrafn vakti mikla athygli í gær þegar myndbandsupptaka af fundinum var birt á YouTube. Þar fór Helgi Hrafn ófögrum orðum um Birgittu, sagði hana grafa undan samherjum sínum ef þeir ógnuðu henni og hóta þeim sem ekki fóru að hennar óskum.Sjá einnig: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hann segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna og hann sjái ekki eftir því. „Það þurfti að segja þetta, ég stend við hvert orð, þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera það aftur.“Hætti í flokknum og drullaði yfir hann í fjölmiðlum Helgi Hrafn segir það vera óþarfi að draga þetta mál á langinn. Atkvæðagreiðslunni sé nú lokið og Birgitta sé nú óbreyttur borgari og sé ekki að sækjast eftir neinni stöðu innan flokksins. Hann skilji það ekki betur en svo að hún ætli að fara að snúa sér að öðrum málum. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér að starfa aftur með Birgittu í framtíðinni segist hann ekki útiloka neitt. Það sé enginn tilgangur í slíkum fullyrðingum enda hafi margt gerst sem hann hefði áður útilokað. Hann virðist þó ekki sáttur við það hvernig Birgitta skildi við flokkinn á sínum tíma. „Hún kom beint inn í þetta núna eftir að það seinasta sem við vissum af henni var það að hún hefði hætt í flokknum og drullaði yfir flokkinn í fjölmiðlum. Hún kemur svo aftur og segist vera til í trúnaðarstöðu, og enga smá trúnaðarstöðu heldur trúnaðarstöðu í trúnaðarráði, án þess að eiga nokkuð uppgjör,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir það hafa verið „fráleita pælingu“ að hún sóttist eftir stöðunni í ljósi þess sem á undan hefur gengið og því hafi hann séð sig knúinn til þess að láta þessi sjónarmið heyrast. Það hafi skipt máli við þessa ákvarðanatöku og í rauninni skipti það alltaf máli við lýðræðislegar ákvarðanir. „Þegar er verið að taka lýðræðislega ákvörðun um það hver eigi að sinna einhverju hlutverki, þá er fólk að bjóða sig fram í það að aðrir sem hafa starfað með viðkomandi segi sitt álit. Hún hafði fullt vald á því að verja sig þarna.“Helgi Hrafn segir engar reglur gilda um hverjir megi vera í Pírötum. Birgitta megi alveg vera í flokknum ef hún vill.vísir/anton brinkAfdráttarlaus niðurstaða í atkvæðagreiðslu Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið, þar af voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Aðspurður hvort flokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni gagnvart Birgittu segir Helgi Hrafn að fyrir fram hafi hann verið alls óviss um hvernig atkvæðagreiðslan færi. Það hefði vel getað farið svo að skipun hennar hefði verið samþykkt. „Ég vissi það ekkert fyrir fram hvernig þetta færi. Það vissi það enginn. Ég held að allir hafi verið mjög óvissir, báðum megin við línuna.“ Á fundinum sagði Helgi Hrafn ástæðuna fyrir því að þingflokkurinn beitti sér gegn skipun hennar vera þá að það væri eini hópurinn innan flokksins sem væri í „þeirri aðstöðu að geta staðið upp í hárinu á henni“. Hann segir niðurstöðuna hins vegar mjög skýra í ljósi þess hversu stór meirihluti var andvígur skipun hennar. „Þetta er bara erfitt. Þetta er bara vont. Það er náttúrulega erfitt að sjá fyrir hvernig hlutirnir fara og alveg eðlilega, það er hluti af lýðræðinu að maður viti ekki niðurstöðuna fyrir fram.“ Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Ef ég á að segja alveg eins og er þá langar mig ekki mikið til þess að halda áfram að tala um Birgittu. Þessi ræða er haldin fyrir atkvæðagreiðslu og var beint að fólki sem var að fara að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og fyrir mitt leyti hefur ekkert erindi út fyrir þann hóp.“ Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um ræðu sína á fundi Pírata á mánudaginn þar sem atkvæðagreiðsla um trúnaðarráð flokksins fór fram. Á meðal þeirra sem buðu sig fram var Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda flokksins og fyrrum þingflokksformaður. Eldræða Helga Hrafn vakti mikla athygli í gær þegar myndbandsupptaka af fundinum var birt á YouTube. Þar fór Helgi Hrafn ófögrum orðum um Birgittu, sagði hana grafa undan samherjum sínum ef þeir ógnuðu henni og hóta þeim sem ekki fóru að hennar óskum.Sjá einnig: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hann segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna og hann sjái ekki eftir því. „Það þurfti að segja þetta, ég stend við hvert orð, þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera það aftur.“Hætti í flokknum og drullaði yfir hann í fjölmiðlum Helgi Hrafn segir það vera óþarfi að draga þetta mál á langinn. Atkvæðagreiðslunni sé nú lokið og Birgitta sé nú óbreyttur borgari og sé ekki að sækjast eftir neinni stöðu innan flokksins. Hann skilji það ekki betur en svo að hún ætli að fara að snúa sér að öðrum málum. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér að starfa aftur með Birgittu í framtíðinni segist hann ekki útiloka neitt. Það sé enginn tilgangur í slíkum fullyrðingum enda hafi margt gerst sem hann hefði áður útilokað. Hann virðist þó ekki sáttur við það hvernig Birgitta skildi við flokkinn á sínum tíma. „Hún kom beint inn í þetta núna eftir að það seinasta sem við vissum af henni var það að hún hefði hætt í flokknum og drullaði yfir flokkinn í fjölmiðlum. Hún kemur svo aftur og segist vera til í trúnaðarstöðu, og enga smá trúnaðarstöðu heldur trúnaðarstöðu í trúnaðarráði, án þess að eiga nokkuð uppgjör,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir það hafa verið „fráleita pælingu“ að hún sóttist eftir stöðunni í ljósi þess sem á undan hefur gengið og því hafi hann séð sig knúinn til þess að láta þessi sjónarmið heyrast. Það hafi skipt máli við þessa ákvarðanatöku og í rauninni skipti það alltaf máli við lýðræðislegar ákvarðanir. „Þegar er verið að taka lýðræðislega ákvörðun um það hver eigi að sinna einhverju hlutverki, þá er fólk að bjóða sig fram í það að aðrir sem hafa starfað með viðkomandi segi sitt álit. Hún hafði fullt vald á því að verja sig þarna.“Helgi Hrafn segir engar reglur gilda um hverjir megi vera í Pírötum. Birgitta megi alveg vera í flokknum ef hún vill.vísir/anton brinkAfdráttarlaus niðurstaða í atkvæðagreiðslu Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið, þar af voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Aðspurður hvort flokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni gagnvart Birgittu segir Helgi Hrafn að fyrir fram hafi hann verið alls óviss um hvernig atkvæðagreiðslan færi. Það hefði vel getað farið svo að skipun hennar hefði verið samþykkt. „Ég vissi það ekkert fyrir fram hvernig þetta færi. Það vissi það enginn. Ég held að allir hafi verið mjög óvissir, báðum megin við línuna.“ Á fundinum sagði Helgi Hrafn ástæðuna fyrir því að þingflokkurinn beitti sér gegn skipun hennar vera þá að það væri eini hópurinn innan flokksins sem væri í „þeirri aðstöðu að geta staðið upp í hárinu á henni“. Hann segir niðurstöðuna hins vegar mjög skýra í ljósi þess hversu stór meirihluti var andvígur skipun hennar. „Þetta er bara erfitt. Þetta er bara vont. Það er náttúrulega erfitt að sjá fyrir hvernig hlutirnir fara og alveg eðlilega, það er hluti af lýðræðinu að maður viti ekki niðurstöðuna fyrir fram.“
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00