Þorpstjörnin að þorna upp vegna sundlaugar Pálmi Kormákur skrifar 1. júlí 2019 07:15 Myndin er frá 2005. Þar sjást unglingar synda í vatnsmikilli tjörninni sem er ekki svipur hjá sjón í dag. „Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira