Stórtækar breytingar hjá NBA-liði Golden State Warriors Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 07:15 D'Angelo Russell og Stephen Curry spila saman á næsta tímabili. Getty/ Matteo Marchi Golden State Warriors missti sinn besta leikmann í nótt en á móti fær liðið til sín D'Angelo Russell og sendir Iguodala til Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Eftir að ljóst varð í nótt að Kevin Durant mun yfirgefa Golden State Warriors og semja við Brooklyn Nets þá létu Warriors menn strax til sín taka á markaðnum.A new splash trio in The Bay pic.twitter.com/ATOvqBIZqf — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 1, 2019ESPN segir að Golden State Warriors sé að landa bakverðinum D'Angelo Russell í leikmannaskiptum við Brooklyn Nets.D'Angelo Russell var alltaf á förum frá Nets liðinu eftir að félagið samdi við Kyrie Irving.The Warriors and Nets have agreed on a sign-and-trade, sending D'Angelo Russell to Golden State on a 4-year, $117M max deal, league sources tell @wojespn. pic.twitter.com/AK5v7z94mp — ESPN (@espn) July 1, 2019Til að búa til pláss fyrir samninginn við D'Angelo Russell þá mun Golden State skipta Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Með í kaupunum fylgja nokkrir valréttir í nýliðavalinu. D'Angelo Russell og Stephen Curry munu því mynda nýtt bakvarðarpar á meðan Klay Thompson er að ná sér góðum að krossbandsslitunum. Andre Iguodala varð þrefaldur NBA-meistari með Golden State og var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í fyrsta titlinum. Hann hefur verið lykilmaður inn af bekknum undanfarin ár.This isn't the first time the Warriors have made a splash in free agency after losing the finals. pic.twitter.com/BnieNFGtY5 — ESPN (@espn) July 1, 2019Bæði Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves voru á eftir D'Angelo Russell en hann endar hjá Golden State. Lakers valdi D'Angelo Russell á sínum tíma númer tvö í nýliðavalinu 2015 en skipti honum síðan til Brooklyn Nets. Russell sló í gegn í vetur sem var hans fjórða tímabil í NBA-deildinni. Russell var með 21,1 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Brooklyn Nets komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2015. Hann var valinn í stjörnuleikinn og fékk mikið hrós fyrir leiðtogahæfileika og fagmannlegri nálgun við leikinn.It's possible the Warriors could roll out this lineup come playoff time pic.twitter.com/gNCUG7HReB — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019 NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Golden State Warriors missti sinn besta leikmann í nótt en á móti fær liðið til sín D'Angelo Russell og sendir Iguodala til Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Eftir að ljóst varð í nótt að Kevin Durant mun yfirgefa Golden State Warriors og semja við Brooklyn Nets þá létu Warriors menn strax til sín taka á markaðnum.A new splash trio in The Bay pic.twitter.com/ATOvqBIZqf — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 1, 2019ESPN segir að Golden State Warriors sé að landa bakverðinum D'Angelo Russell í leikmannaskiptum við Brooklyn Nets.D'Angelo Russell var alltaf á förum frá Nets liðinu eftir að félagið samdi við Kyrie Irving.The Warriors and Nets have agreed on a sign-and-trade, sending D'Angelo Russell to Golden State on a 4-year, $117M max deal, league sources tell @wojespn. pic.twitter.com/AK5v7z94mp — ESPN (@espn) July 1, 2019Til að búa til pláss fyrir samninginn við D'Angelo Russell þá mun Golden State skipta Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Með í kaupunum fylgja nokkrir valréttir í nýliðavalinu. D'Angelo Russell og Stephen Curry munu því mynda nýtt bakvarðarpar á meðan Klay Thompson er að ná sér góðum að krossbandsslitunum. Andre Iguodala varð þrefaldur NBA-meistari með Golden State og var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í fyrsta titlinum. Hann hefur verið lykilmaður inn af bekknum undanfarin ár.This isn't the first time the Warriors have made a splash in free agency after losing the finals. pic.twitter.com/BnieNFGtY5 — ESPN (@espn) July 1, 2019Bæði Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves voru á eftir D'Angelo Russell en hann endar hjá Golden State. Lakers valdi D'Angelo Russell á sínum tíma númer tvö í nýliðavalinu 2015 en skipti honum síðan til Brooklyn Nets. Russell sló í gegn í vetur sem var hans fjórða tímabil í NBA-deildinni. Russell var með 21,1 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Brooklyn Nets komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2015. Hann var valinn í stjörnuleikinn og fékk mikið hrós fyrir leiðtogahæfileika og fagmannlegri nálgun við leikinn.It's possible the Warriors could roll out this lineup come playoff time pic.twitter.com/gNCUG7HReB — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins