Rosalegur fyrsti dagur á leikmannamarkaði NBA: Helstu fréttir næturinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 07:30 Kevin Durant og Kyrie Irving. Getty/Adam Glanzman Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira