„Segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:30 Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira