Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:30 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00