Vonaðist eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:30 Florijana Ismaili, hér í treyju númer sautján, lék 33 landsleiki fyrir Sviss. EPA/PETER SCHNEIDER Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019 Fótbolti Sviss Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019
Fótbolti Sviss Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira