Víkingar ekki gert tilboð í Óttar Magnús Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2019 18:49 Óttar Magnús á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings, segir ekkert til í því að Víkingur hafi gert tilboð í framherja Mjällby, Óttar Magnús Karlsson, eins og greint var frá í dag. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga, er nú þjálfari Mjällby en hann sagði við sænska fjölmiðla í dag að Víkingar hefðu gert tilboð í framherjann. Þegar Vísir sló á þráðinn til Haraldar nú undir kvöld kom hann að fjöllum er hann var spurður út í ummælin. „Milos segir alltaf svo margt,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. En er eitthvað til í þessu að Víkingur hafi boðið í Óttar Magnús? „Ég get ekki staðfest það, nei. Ég hef lítið meira um það að segja og veit ekki hvað hann er að gaspra,“ sagði framkvæmdarstjórinn í Víkinni. En er á döfinni hjá Víkingum að sækja framherjann í júníglugganum sem er opin út allan mánuðinn? „Ég held ekki. Ég held að hann ætli bara að vera úti og sé ekkert að koma heim. Hann æfði með okkur í fríinu en hann er farinn aftur út og ætlar að vera þar. Ég veit ekki betur.“ Óttar Magnús lék með Víkingum tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni en hefur síðan þá leikið í atvinnumennsku, með misgóðum árangri. Víkingur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir mæta Breiðablik en liðið situr í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig.Uppfært 20.47: Milos segir á Twitter í kvöld að hann hafi ekki greint frá neinu tilboði. Það hafi tvö íslensk lið sýnt Óttari áhuga en ekkert tilboð hafi komið inn á borð Mjållby. Hann baðst afsökunar á sinni slæmu sænsku.Varðandi frétt á Íslandi @Fotboltinet um Óttari,þarf ég að segja að það er miskilingur...höfum heyrt um áhúga frá 2 liðum frá Íslandi en ekkert tilbóð komið til okkur. Gæti verið min “dålig svenska”#sorry— Milos Milojevic (@milosm18) July 3, 2019 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings, segir ekkert til í því að Víkingur hafi gert tilboð í framherja Mjällby, Óttar Magnús Karlsson, eins og greint var frá í dag. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga, er nú þjálfari Mjällby en hann sagði við sænska fjölmiðla í dag að Víkingar hefðu gert tilboð í framherjann. Þegar Vísir sló á þráðinn til Haraldar nú undir kvöld kom hann að fjöllum er hann var spurður út í ummælin. „Milos segir alltaf svo margt,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. En er eitthvað til í þessu að Víkingur hafi boðið í Óttar Magnús? „Ég get ekki staðfest það, nei. Ég hef lítið meira um það að segja og veit ekki hvað hann er að gaspra,“ sagði framkvæmdarstjórinn í Víkinni. En er á döfinni hjá Víkingum að sækja framherjann í júníglugganum sem er opin út allan mánuðinn? „Ég held ekki. Ég held að hann ætli bara að vera úti og sé ekkert að koma heim. Hann æfði með okkur í fríinu en hann er farinn aftur út og ætlar að vera þar. Ég veit ekki betur.“ Óttar Magnús lék með Víkingum tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni en hefur síðan þá leikið í atvinnumennsku, með misgóðum árangri. Víkingur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir mæta Breiðablik en liðið situr í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig.Uppfært 20.47: Milos segir á Twitter í kvöld að hann hafi ekki greint frá neinu tilboði. Það hafi tvö íslensk lið sýnt Óttari áhuga en ekkert tilboð hafi komið inn á borð Mjållby. Hann baðst afsökunar á sinni slæmu sænsku.Varðandi frétt á Íslandi @Fotboltinet um Óttari,þarf ég að segja að það er miskilingur...höfum heyrt um áhúga frá 2 liðum frá Íslandi en ekkert tilbóð komið til okkur. Gæti verið min “dålig svenska”#sorry— Milos Milojevic (@milosm18) July 3, 2019
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52