Patrick ræddi samninginn, gengi Vals í sumar og tímann í Moldóvu Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2019 20:30 Patrick Pedersen mætti á sínu fyrsta æfingu með Val í dag eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið fyrr í vikunni. Danski framherjinn, sem hefur áður gert það gott með Val, kemur til félagsins frá Sheriff í Moldóvu en hann æfði með Íslandsmeisturunum í fyrsta sinn í dag. „Ég kann vel við Val, vel við landið og fólkið í kringum félagið. Mér þykir gott að vera hérna,“ sagði Patrick í samtali við Arnar Björnsson í dag. Patrick sem var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð segir að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma Val aftur í kringum toppinn. „Þess vega kom ég aftur og ég mun gera mitt besta til þess að hjálpa liðinu. Þeir vita hvað ég get og ég þekki liðið og veit hvernig það spilar. Vonandi get ég hjálpað liðinu.“ Flestir leikmennirnir í Vals-liðinu í ár spiluðu einnig með liðinu síðustu ár svo framherjinn ætti að þekkja flest andlitin í hópnum. „Ég þekki þá flesta en ég sé að þeir hafa fengið nokkra nýja leikmenn. Þeir verða auðvitað að aðlagast og það er kannski þess vegna sem þeir hafa ekki verið nógu góðir á þessari leiktíð en þetta er að koma. Ég veit það.“ Daninn magnaði segir að það hafi ekki verið erfitt val þegar að Valur kom inn í myndina. „Það var ekki svo erfitt fyrir mig að velja. Það var auðvelt. Ég kann vel við mig hérna og það er gott að vera kominn aftur,“ en hversu langur er samningurinn við Val? „Ég samdi til fjögurra ára og ég vona að ég verði hérna allan tímann. Maður veit aldrei í fótboltanum. Ég er hér og einbeiti mér að Val. Svo sjáum við til.“ Patrick skoraði þrjú mörk í þeim fjórtán leikjum sem hann spilaði í Moldóvu en hann er glaður að vera kominn á Hlíðarenda á nýjan leik. „Þetta var öðruvísi. Öðruvísi heimur og hugsunarhátturinn er öðruvísi þar. Þetta var erfiður tími fyrir mig. Ég var inn og út úr liðinu. Þetta var erfitt en nú er ég kominn aftur og er ánægður með það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Patrick Pedersen mætti á sínu fyrsta æfingu með Val í dag eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið fyrr í vikunni. Danski framherjinn, sem hefur áður gert það gott með Val, kemur til félagsins frá Sheriff í Moldóvu en hann æfði með Íslandsmeisturunum í fyrsta sinn í dag. „Ég kann vel við Val, vel við landið og fólkið í kringum félagið. Mér þykir gott að vera hérna,“ sagði Patrick í samtali við Arnar Björnsson í dag. Patrick sem var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð segir að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma Val aftur í kringum toppinn. „Þess vega kom ég aftur og ég mun gera mitt besta til þess að hjálpa liðinu. Þeir vita hvað ég get og ég þekki liðið og veit hvernig það spilar. Vonandi get ég hjálpað liðinu.“ Flestir leikmennirnir í Vals-liðinu í ár spiluðu einnig með liðinu síðustu ár svo framherjinn ætti að þekkja flest andlitin í hópnum. „Ég þekki þá flesta en ég sé að þeir hafa fengið nokkra nýja leikmenn. Þeir verða auðvitað að aðlagast og það er kannski þess vegna sem þeir hafa ekki verið nógu góðir á þessari leiktíð en þetta er að koma. Ég veit það.“ Daninn magnaði segir að það hafi ekki verið erfitt val þegar að Valur kom inn í myndina. „Það var ekki svo erfitt fyrir mig að velja. Það var auðvelt. Ég kann vel við mig hérna og það er gott að vera kominn aftur,“ en hversu langur er samningurinn við Val? „Ég samdi til fjögurra ára og ég vona að ég verði hérna allan tímann. Maður veit aldrei í fótboltanum. Ég er hér og einbeiti mér að Val. Svo sjáum við til.“ Patrick skoraði þrjú mörk í þeim fjórtán leikjum sem hann spilaði í Moldóvu en hann er glaður að vera kominn á Hlíðarenda á nýjan leik. „Þetta var öðruvísi. Öðruvísi heimur og hugsunarhátturinn er öðruvísi þar. Þetta var erfiður tími fyrir mig. Ég var inn og út úr liðinu. Þetta var erfitt en nú er ég kominn aftur og er ánægður með það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira