Holland varð að einu besta liði heims í kjölfar þess að Dagný sendi þær heim af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 13:30 Hollenska landsliðið fagnar sigri í gær. Vísir/Getty Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira