Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 19:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er hæstánægður með skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs hjá UNESCO. Vísir/Stöð 2 Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi. Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00