Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 11:58 Viðar Þorsteinsson, segir telur að ekki hafi verið látið reyna almennilega á lög um keðjuábyrgð áður. Verið sé að ryðja nýja braut hvað það varðar í þessu máli. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira